Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, June 14, 2009

Stólarnir prófaðir


Slappað af hjá Helen og Örnu






Stungið af upp stigann hjá Helen

Skroppið í kaffi hjá Helen

Steingrímur vaknaði um klukkan sjö og borðaði vel af morgunmatnum. Svo tölti hann um, horfði smá á sjónvarp og lá á mottunni. Hann borðaði mjög vel í hádeginu, alveg eins og hungraður úlfur! Eftir hádegið fórum við í heimsókn til Helenar systur. Þar var fröken Arna Rún á staðnum og brunaði um allt í góðu skapi. Steingrímur skellti sér í sófann hjá Örnu og ömmu hennar og slappaði af um stund. Hann prófaði líka litla hægindastólinn hennar Örnu og leðurstólinn hennar Helenar. Hann stakk nokkrum sinnum af upp á efri hæð en sneri alltaf við niður þegar hann kom á millipallinn. Við fengum kaffi og köku og héldum svo heim á leið. Það var ýsa í karrísósu í kvöldmatinn og herrann borðaði heilan disk :) Eftir matinn var greinilegt að minn var orðinn syfjaður svo hann var tannburstaður og þveginn í hvelli og sofnaði svo kl. 8, næstum um leið og hann var lagður á koddann

Saturday, June 13, 2009

Heilsað upp á Florence frænku




Gaman hjá ömmu

Gaman hjá pabba





Klifrað á stólum









Kyssir sjónvarpið og buffetið :)





Steingrímur borðar köku, lítill svartur hvolpur bíður við fæturnar og vonast til að fá bita líka (erfitt á sjá, er svartur)


Steinka á svoo þægilega sófa :)







Freyja eins og gul elding að fylgja Steingrími inn

Skemmtilegur dagur með heimsóknum

Steingrímur vaknaði rétt fyrir kl. 7 og var vel stemmdur. Fékk að koma upp í til mín og lá þar dágóða stund og sönglaði áður en við fengum okkur morgunmat. Svo var rölt aðeins um, horft smá á tv og legið á mottunni. Minn borðaði mjög vel í hádeginu, var alveg botnlaus. Eftir hádegið fórum við í heimsókn til Steinku og Gumma. Þau voru að passa hvolp sem frænka mín á og um leið og dyrnar voru opnaðar komu Freyja og hvolpurinn þjótandi á brjálaðri ferð til að taka á móti okkur. Steingrímur ýtti þeim bara til hliðar og brunaði inn í stofu. Við fengum okkur köku og góðgæti og síðan fór herrann á rölt í stofunni. Honum leist vel á borðstofustólana hennar Steinku og klifraði upp á þá og labbaði eftir þeim!! Orðinn svolítið ævintýragjarn! Hann fór líka og kyssti sjónvarpið vel og rækilega, nuddaði líka vörunum upp við buffetið :) Um fimmleytið fórum við til Sylvíu ömmu til að hitta Florence ömmusystur sem er í heimsókn á landinu, en hún býr í Englandi. Steingrímur var kátur að hitta pabba þar og var vel til í að ærslast með honum. Frænka gaf honum bol og bíl en herranum fannst skemmtilegra að hossa sér í stólnum hennar ömmu en að pæla í svoleiðis hlutum :) Svo var ég dregin út að dyrum af óþolinmóðum herra og við héldum heim. Hann borðaði vel af kvöldmatnum og tölti svo syngjandi fram í stofu. Hann fór í rúmið kl. 8 og sofnaði strax, sætt og rótt :)

Friday, June 12, 2009


Sleeping beauty



Spiderman gæi

Kominn beint á mottuna og rak kaní þaðan!





Þreyttur, kvefaður snúlli

Þegar ég kom að sækja snúlla á leikskólann var hann úti í sólinni, hæstáægður að leika í sandinum. Við töltum saman út í bíl og að venju hafði hann enga þolinmæði fyrir því að einhverjar fóstrur vildu tala við mig og bara brunaði áfram. Í bílnum var rosa gaman, ég hafði skrúfað niður rúðurnar og vindurinn lék um þann litla og það var mikið hlegið. Þegar heim kom skellti hann sér beint á mottuna áður en ég gat einu sinni klætt hann úr skónum og flíspeysunni. Kanínan kom og tékkaði á honum en hann bandaði henni í burtu. Eftir að hafa svo rölt um alla íbúð varð minn allt í einu dauðþreyttur og steinsofnaði. Hann svaf í hálftíma og var frekar úrillur þegar hann vaknaði. Var að hósta nokkuð mikið. Hann borðaði hálfan disk af kvöldmatnum og var bara rólegur á mottunni eftir það. Hann sofnaði kortér í níu og sefur eins og engill.

Monday, June 01, 2009

Slappað af hjá mömmu


Símamyndir úr Grasagarðinum





Steingrímur hittir Dalai Lama :)

Steingrímur vaknaði um sjöleitið í morgun. Morgunmaturinn gekk vel að venju og að venju fór minn maður að mottast við fyrsta tækifæri. Eftir hádegismatinn fórum við á Hilton hótelið að hitta Dalai Lama. Ég er í hópi sjálfboðaliða sem eru að undirbúa Laugardalshöllina fyrir fyrirlesturinn hans á morgun og okkur var boðið að koma og hitta hann. Steingrími fannst ekki alveg nógu spennandi að bíða eftir honum og var mikið á röltinu. Svo kom Dalai Lama og talaði við okkur, þakkaði okkur fyrir aðstoðina og lét mynda sig með hópnum. Hann veitti okkur blessun og var hinn ljúfasti. Við fengum litlar búddastyttur blessaðar af Dalai Lama að gjöf. Eftir þetta fékk ég mér kaffi í andyrinu með nokkrum sjálfboðaliðum og Steingrímur skreið hæstánægður upp í bleikan stól og sat þar rólegur á meðan við spjölluðum. Sæl og glöð héldum við svo í Grasagarðinn þar sem Raggi var með börnin sín þrjú. Við löbbuðum um og gáfum öndunum brauð. Steingrímur brunaði um allt og var ekki feiminn við að kanna umhverfið. Ég gleymdi myndavélinni en Raggi tók myndir sem hann sendir mér seinna. Þvínæst var farið í heimsókn til mömmu minnar sem bauð upp á ostabrauð, herranum til mikillar gleði. Loks var haldið heim og herrann fékk góðan kvöldmat. Hann sofnaði svo sæll, blessaður og glaður eftir viðburðaríkann dag :)