Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, July 24, 2005

Meiri afslöppun í bústað

Steingrímur svaf eins og engill fyrir utan smá rumsk þegar hann var greinilega að dreyma eitthvað. Þá blaðraði hann smá og tuggði snuðið, svaf svo vært eftir það :-) Ég þurfti hinsvegar að vekja hann fyrir 8 til að borða og taka lyfin! Hann svaf svo meira og minna allan morguninn. Eftir hádegismatinn lagði hann sig líka úti á palli, lá innpakkaður í sæng eins og rúllupylsa. Svanhildur og fjölskylda komu svo á staðinn um kl. 4. Óli fór undir eins að tékka á Steingrími og vildi endilega stela snuðinu hans. Steingrímur vildi gjarnan skoða andlitið á Óla, en Óli klappaði bara kumpánalega á upphandleggina á honum á móti :-) Eftir smá stund sofnaði Steingrímur eina ferðina enn, var ekki upp á sitt besta þennan dag. Eftir góðan grillmat var svo haldið heim á leið og þrátt fyrir langa bílaröð tókst okkur Helen Sjöfn loks að komast í Mosó og skila þreyttum gaur til pabba og mömmu :-) Home sweet home :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home