Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, December 13, 2009

Kúrt í sófanum eftir kökuát


í stuði í kökuboðinu


Kökuboð með látum

Herrann vaknaði kl. 7 og var frekar pirraður þar til hann fékk morgunmatinn. Fór svo beina leið undir hornborðið og hreyfði sig ekki þaðan fyrr en rétt fyrir 11. Við borðuðum hádegismat og svo fór ég að baka fyrir aðventuboðið sem ég hafði kl. 3. Stelpurnar mættu 3 með börn með svo það var handagangur í öskjunni og talsverð læti. Steingrímur var ekki alveg nógu ánægður með það og lét það berlega í ljós. Það lagaðist hinsvegar þegar honum voru boðnar 2 sneiðar af fínu nýbökuðu súkkulaðikökunni minni :D Hann varð samt dálítið pirraður eftir að hafa setið með mér í sófanum um stund, og ég fór með hann fram og ætlaði að bjóða honum að slappa af inni í herbergi í næði. Þegar við komum fram sá hann stelpurnar hennar Sifjar sitjandi á mottunni HANS og hann varð alveg brjálaður ! Stoppaði, kreppti hendurnar, titraði og rak upp öskur !! Hann jafnaði sig fljótt inni í herbergi en notaði fyrsta mögulega tækifæri til að fara fram og leggjast á mottuna þegar krakkarnir voru farnir inn :) Hann var svo hress fram að kvöldmatnum og skemmti sér við að henda lokinu af þvottakörfunni, skella hurðinni hennar Hildu og færa til hornborðið :) Hann var orðinn ansi syfjaður eftir matinn og sofnaði tuttugu mínútur í 8.

Saturday, December 12, 2009

Mottujóga :)


Gaman að troða sér þar sem ekki er pláss :)

Lítill gaur búinn að troða sér undir hornborðið :)

Smá leikfimi í morgunsárið

Bökunardagur

Steingrímur vaknaði kl. 7 og borðaði vel af morgunmatnum, fékk hafragraut og slátur. Hann eyddi svo morgninum í að opna og loka hurðum og færa til stóla í stofunni :) Hádegismaturinn rann ljúft niður, fiskibollur í karrýsósu með kartöflum. Eftir hádegið skelltum við okkur í Bónus en það var ungi maðurinn ekki sáttur við. Fljótlega eftir að inn kom lét hann í sér heyra og brátt vissu allir í búðinni að við vorum stödd þarna. Nú voru góð ráð dýr en þá sá ég stúlku sem var að kynna Nóa konfekt. Ég fékk 3 mola og byrjaði að stinga upp í munninn á þeim pirraða. Og viti menn, hann snarþagnaði og stýrði hendinni ákveðið að munninum þar til allir molarnir 3 voru horfnir :) Við gátum þá lokið við að versla í rólegheitunum :) Er heim kom fór ég að baksa og baka meðan sumir voru að troða sér bak við borð eða jafnvel undir þau. Hann fékkst ekki til að koma undan borðinu fyrr en komið var að kvöldmat! Hann borðaði 2 heilar pylsur í brauði :) Eftir matinn var chillað á mottu og svo reynt ítrekað að komast aftur undir borð en vond Svava bannaði það þar sem erfitt var að ná honum þaðan síðast :) Hann sofnaði svo klukkan 8 og sefur rótt :)

Friday, December 11, 2009

Á flótta eftir að hafa fært þvottakörfuna enn einu sinni :D

Að troða sér bak við borðið :)


Rok og rigning !

Það var ekki huggulegt veðrið þegar ég kom að sækja prinsinn í dag. Brjálað rok og slagveðursrigning! Við fengum að fara í gegnum skólann og þurftum því bara að labba smá spöl að bílnum en veðrið var svo vont að herrann var farinn að skæla þegar við náðum að bílnum. Ég flýtti mér að setja hann inn en hann var ekki sáttur fyrr en við vorum komin hálfa leið til Reykjavíkur! Þegar ég kom að ná í hann var hann að dunda við bakka fullan af glerdropum og var að skoða einn í hendinni. Honum fannst þetta greinilega mjög áhugavert ! Starfsfólkið sagði að hann hefði verið sofandi þegar hann kom með rútunni en vel hafði tekist að vekja hann :) Við skruppum svo í Bónus og birgðum okkur upp fyrir næstu daga, síðan komumst við loksins heim í skjól fyrir veðrinu. Steingrímur tók strikið inn í stofu um leið og fór að troða sér á bak við hornborðið :) Svo var gengið um og hurðir opnaðar og lokaðar á ýmsum herbergjum, síðan var lokinu á þvottakörfunni hent í gólfið nokkrum sinnum :) Þvottakörfunni var líka ýtt til :) Hann borðaði vel af kvöldmatnum en var afar ákveðinn þegar hann vildi fá að drekka, gargaði ef ég var of lengi að rétta honum fernuna :D Eftir matinn voru gerðar nokkrar leikfimiæfingar og sungið á mottunni, um kortér yfir átta voru augnlokin farin að síga og hann sofnaði skömmu síðar sætt á koddanum sínum :)

Sunday, November 29, 2009

Eldhúsleikfimi :)

Hnoðast í gamla græna sófanum


Slappað af á kommóðunni hennar Evu

Mmmm súkkulaðikaka :)

Hangið í herberginu hennar Steinku

Heimsókn með súkkalaðikökuívafi :)

Steingrímur vaknaði um hálf átta í morgun og var hress. Brunaði beint fram í eldhús og byrjaði að klifra upp í stólinn sinn, beið svo spenntur meðan ég hafði til hafragrautinn :) Morgninum eyddi hann svo í það nýjasta, að opna og loka hurðum og troða sér meðfram sófanum og hornborðunum í stofunni. Afhverju að fara auðveldustu leið ef hægt er að gera hlutina erfiðari ? Hádegistmaturinn rann ljúflega niður og eftir hádegið fórum við í heimsókn til Steinku systur. Freyja tók fagnandi á móti okkur eins og venjulega, byrjaði á því að þvo andlitið á Steingrími aðeins áður en hún stökk á mig. Steingrímur hélt sig mest í Steinku herbergi í þetta skiptið, fór aðeins inn í Evu herbergi líka seinni partinn til að opna og loka hurðinni. Honum fannst að það þyrfti að liðka þá hurð aðeins :) Steinka bakaði dásamlega franska súkkulaðiköku og bæði ég og guttinn borðuðum tvær sneiðar með slatta af rjóma. Greinilegt að súkkulaðikaka er í uppáhaldi hjá vissum herramanni. Svo héldum við heim á leið, södd og sæl og ég fór að þvo þvottinn. Sumum fannst nú nauðsynlegt að færa þvottagrindina til af og til, enda bara varð að labba meðfram glugganum þar sem hún var, ekki annarsstaðar :) Svo uppgötvaði sami aðili að þvottakarfan mín var á kolröngum stað á baðherberginu. Henni var því hent um koll nokkrum sinnum og hún færð nokkrum sinnum fyrir dyrnar. Að lokum fékk hún að vera í friði, en það var bara vegna þess að innanhússarkitektinn var kominn inn í Hildu herbergi að færa stólinn hennar :) Kvöldmaturinn gekk vel að venju og eftir hann var herrann að leika sér á mottunni og að færa þvottagrindina til skiptis. Um hálf níu sveif hann svo inn í draumalandið, sennilega að láta sig dreyma um meiri súkkulaðiköku :)

Saturday, November 28, 2009


Að borða kex

Sætur í Kringlunni, í Eymundsson að hlusta á sögulestur


Í föndurhorni og leikhorni í Ikea


Íbúðin hennar Kristínar skoðuð

Mikið að gera :)

Steingrímur vaknaði kl. 7:20 og var glorhungraður. Hámaði í sig súrmjólk með Cheerios út á og eina brauðsneið. Klukkan hálf tíu fórum við svo í Hafnarfjörðinn og kíktum á nýju íbúðina hennar Kristínar vinkonu. Doddi sonur hennar og Steingrímur nutu þess að bruna út um allt í tómri íbúðinni. Steingrímur prufaði öll herbergin og leist vel á flísarnar í holinu. Síðan skelltum við okkur í Ikea. Við fengum okkur að sjálfsögðu að borða þar og unginn fékk kjötbollur og stóra súkkulaðimúffu í eftirrétt. Ekki var flakkinu enn lokið, við fórum næst í Kringluna og hittum Svanhildi, Óla og Steinar. Strákarnir voru að fá sér hamborgara frá Metro og Steingrímur sat við hliðina á Óla. Allt í einu rétti Steingrímur út höndina og stal hamborgaranum hans Óla :D Hamborgaranum var skilað en litli þjófurinn fékk hinsvegar að háma í sig franskar. Var greinilega pláss enn eftir kjötbollur og köku! Eftir búðarrölt fórum við loksins aftur heim og slöppuðum af. Í kaffinu borðaði hann lítið en tíndi þó upp nokkra bita af matarkexi. Slatti af kexinu endaði reyndar í gólfinu en nóg lenti í munni. Hann tók svo sjálfur til sín kókómjólk og fór að drekka, þurfti enga aðstoð :D Síðan chilluðum við í rólegheitunum, unginn kyssti sjónvarpið og hlustaði á tónlist. Hann borðaði vel af kvöldmatnum, enda hinn víðfrægi plokkfiskur í matinn. Hann var svo hress fram yfir átta, en sofnaði á nokkrum mínútum eftir að ég lagði hann í rúmið. Mikið gert í dag :)

Friday, November 27, 2009

Sætur mottustrákur

Herra Steingrímur var í fínu skapi þegar ég sótti hann í dag. Mamma hans reddaði því að sækja hann vegna umferðartafa, og mætti ég þeim röltandi á skólalóðinni. Herrann hlustaði á útvarp Latibær á leiðinni heim og sveiflaði fótunum hinn ánægðasti. Þegar heim kom brunaði hann beint að sína elskuðu mottu og velti sér þar fram og til baka :) Ég bauð honum í stofuna að kíkja á barnaefni en hann hafði bara áhuga á mottunni, lá þar og hlustaði á Latabæjarútvarpið. Hann borðaði mjög vel, klifraði sjálfur upp í stólinn með hjálp skemils. Eftir matinn brunaði hann beint inn í herbergi og stillti sér upp við rúmið og starði niður í það. Ég bjó hann þegar fyrir svefninn og burstaði tennur, herrann var svo lagður í rúmið og sofnaði eftir 2 mínútur! Sefur núna sætt og rótt :) Engar myndir að þessu sinni þar sem hleðslutækið fyrir myndavélina er fjarverandi, en fæ myndavél á morgun !

Sunday, October 18, 2009

Í Perlunni


Tveir að fá sér hressingu

Steingrímur að ýta sér um í stólnum sínum :)


Að skoða fiska og kanínur


Á ferð og flugi

Steingrímur vaknaði aftur um kortér yfir sjö og var í góðu skapi. Lá í smá stundi og kúrði eftir að hafa fengið nýja bleyju, ekkert að flýta sér fram úr. Um kl.hálf tíu komu Kristín Anna og Doddi í heimsókn að kíkja á okkur. Þau fóru svo heim að leggja sig með loforði um að hitta okkur aftur síðar um daginn. Við borðuðum Ikea kjötbollur með kartöflum í hádeginu, Steingrímur borðaði fullan disk :) Svo kl. 3 fórum við í Blómaval með Kristínu og Dodda. Við skoðuðum kanínur, jólalandið og fiskana í dýrabúðinni. Svo fengum við okkur köku og drykk á kaffihúsinu í Húsasmiðjunni. Strákarnir fengu frían Svala og muffins, voru afar ánægðir með það. Því næst fórum við í Öskjuhlíðina. Fyrst röltum við um í Fossvogskirkjugarði og fórum því næst yfir í Perluna. Þar brunaði Steingrímur hamingjusamur um allt, fannst ekkert leiðinlegt að horfa út um gluggann á fallegu birtuna. Síðan héldum við heim um sexleytið og borðuðum heimagerða lifrarpylsu, sem að sjálfsögðu smakkaðist afar vel :) MMmmmm, alltaf best sem maður gerir sjálfur. Síðan var gæinn búinn undir svefninn, hann sofnaði rétt um átta enda búinn að hafa nóg að gera í dag :)