Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, December 12, 2009

Bökunardagur

Steingrímur vaknaði kl. 7 og borðaði vel af morgunmatnum, fékk hafragraut og slátur. Hann eyddi svo morgninum í að opna og loka hurðum og færa til stóla í stofunni :) Hádegismaturinn rann ljúft niður, fiskibollur í karrýsósu með kartöflum. Eftir hádegið skelltum við okkur í Bónus en það var ungi maðurinn ekki sáttur við. Fljótlega eftir að inn kom lét hann í sér heyra og brátt vissu allir í búðinni að við vorum stödd þarna. Nú voru góð ráð dýr en þá sá ég stúlku sem var að kynna Nóa konfekt. Ég fékk 3 mola og byrjaði að stinga upp í munninn á þeim pirraða. Og viti menn, hann snarþagnaði og stýrði hendinni ákveðið að munninum þar til allir molarnir 3 voru horfnir :) Við gátum þá lokið við að versla í rólegheitunum :) Er heim kom fór ég að baksa og baka meðan sumir voru að troða sér bak við borð eða jafnvel undir þau. Hann fékkst ekki til að koma undan borðinu fyrr en komið var að kvöldmat! Hann borðaði 2 heilar pylsur í brauði :) Eftir matinn var chillað á mottu og svo reynt ítrekað að komast aftur undir borð en vond Svava bannaði það þar sem erfitt var að ná honum þaðan síðast :) Hann sofnaði svo klukkan 8 og sefur rótt :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home