Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, November 29, 2009

Heimsókn með súkkalaðikökuívafi :)

Steingrímur vaknaði um hálf átta í morgun og var hress. Brunaði beint fram í eldhús og byrjaði að klifra upp í stólinn sinn, beið svo spenntur meðan ég hafði til hafragrautinn :) Morgninum eyddi hann svo í það nýjasta, að opna og loka hurðum og troða sér meðfram sófanum og hornborðunum í stofunni. Afhverju að fara auðveldustu leið ef hægt er að gera hlutina erfiðari ? Hádegistmaturinn rann ljúflega niður og eftir hádegið fórum við í heimsókn til Steinku systur. Freyja tók fagnandi á móti okkur eins og venjulega, byrjaði á því að þvo andlitið á Steingrími aðeins áður en hún stökk á mig. Steingrímur hélt sig mest í Steinku herbergi í þetta skiptið, fór aðeins inn í Evu herbergi líka seinni partinn til að opna og loka hurðinni. Honum fannst að það þyrfti að liðka þá hurð aðeins :) Steinka bakaði dásamlega franska súkkulaðiköku og bæði ég og guttinn borðuðum tvær sneiðar með slatta af rjóma. Greinilegt að súkkulaðikaka er í uppáhaldi hjá vissum herramanni. Svo héldum við heim á leið, södd og sæl og ég fór að þvo þvottinn. Sumum fannst nú nauðsynlegt að færa þvottagrindina til af og til, enda bara varð að labba meðfram glugganum þar sem hún var, ekki annarsstaðar :) Svo uppgötvaði sami aðili að þvottakarfan mín var á kolröngum stað á baðherberginu. Henni var því hent um koll nokkrum sinnum og hún færð nokkrum sinnum fyrir dyrnar. Að lokum fékk hún að vera í friði, en það var bara vegna þess að innanhússarkitektinn var kominn inn í Hildu herbergi að færa stólinn hennar :) Kvöldmaturinn gekk vel að venju og eftir hann var herrann að leika sér á mottunni og að færa þvottagrindina til skiptis. Um hálf níu sveif hann svo inn í draumalandið, sennilega að láta sig dreyma um meiri súkkulaðiköku :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home