Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, November 27, 2009

Sætur mottustrákur

Herra Steingrímur var í fínu skapi þegar ég sótti hann í dag. Mamma hans reddaði því að sækja hann vegna umferðartafa, og mætti ég þeim röltandi á skólalóðinni. Herrann hlustaði á útvarp Latibær á leiðinni heim og sveiflaði fótunum hinn ánægðasti. Þegar heim kom brunaði hann beint að sína elskuðu mottu og velti sér þar fram og til baka :) Ég bauð honum í stofuna að kíkja á barnaefni en hann hafði bara áhuga á mottunni, lá þar og hlustaði á Latabæjarútvarpið. Hann borðaði mjög vel, klifraði sjálfur upp í stólinn með hjálp skemils. Eftir matinn brunaði hann beint inn í herbergi og stillti sér upp við rúmið og starði niður í það. Ég bjó hann þegar fyrir svefninn og burstaði tennur, herrann var svo lagður í rúmið og sofnaði eftir 2 mínútur! Sefur núna sætt og rótt :) Engar myndir að þessu sinni þar sem hleðslutækið fyrir myndavélina er fjarverandi, en fæ myndavél á morgun !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home