Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, October 17, 2009

Afmælisveisla fyrir flotta prinsinn :)

Steingrímur vaknaði kl. kortér yfir sjö og brunaði strax inn í eldhús um leið og heimtaði morgunmat. Og ég meina heimtaði, hann stóð við stólinn og gargaði :) Hann fékk sinn hafragraut og ekkert múður, og hálfa skál af Cocoa Puffs til að gleðja hann. Svo fórum við í Mosfellsbæinn að taka slátur með Gunnu og Ágústu vinkonum. Við vorum heima hjá Ágústu og börnin hennar, þau Aron Ingi og Margrét Erla, voru afar dugleg við að passa Steingrím og vera góð við hann. Margrét Erla leyfði honum að hlusta á tónlist í herberginu sínu og Aron Ingi spjallaði heilmikið við hann. Steingrímur sýndi svo listir sínar í plokkfiskáti í hádeginu og stýrði hverri skeið inn í munninn svo svangur var hann. Allir voru hissa á hve mikið hann gat borðað :) Klukkan þrjú var svo komið að hápunkti dagsins. Við mættum í afmælisveislu litla karlsins. Öll fjölskyldan mætti á staðinn og naut góðra veitinga. Steingrímur tölti um hinn ánægðasti og fékk knús frá liðinu, var hinsvegar ekkert spenntur fyrir veitingunum. Hann var í góðu skapi og hló og fíflaðist með mömmu og Siggu frænku :) Um sexleytið brunuðum við heim og fengum okkur grjónagraut í kvöldmatinn. Að venju borðaði gaurinn vel. Á morgun ætlum við að sjóða lifrarpylsu sem var búin til í dag, namm namm :) Unginn sofnaði svo tuttugu mínútur yfir sjö, alveg búinn eftir góðan dag :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home