Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, September 20, 2009

Önnur afmælisveisla :)

Steingrímur svaf illa í nótt, var alltaf að hósta. Hann vaknaði um hálf sjö og var frekar slapplegur. Borðaði samt vel af Cocoa Puffs :) Síðan var hann á röltinu og hélt áfram að hósta við og við. Klukkan hálf ellefu steinsofnaði hann og svaf til 12. Hann vaknaði mun hressari og borðaði eina og hálfa pylsu :) Við skruppum í Kringluna til að kaupa gjafapappír fyrir gjöfina hennar Eyrúnar og þá var herrann í góðu skapi. Skellihló og baðaði út öllum öngum, renndi sér í sífellu niður í stólnum og stakk fótunum fram af fótstiginu :) Klukkan 3 fórum við svo í afmælið hennar Eyrúnar, dóttur Sifjar vinkonu. Steingrími fannst ekkert leiðinlegt í partíinu, hann labbaði um allt og fannst fínt að vera í barnaherberginu þar sem mestu lætin voru. Hann borðaði stóra sneið af afmæliskökunni, sem var að sjálfsögðu súkkulaðikaka. Foreldrarnir eiga eftir að rassskella mig fyrir að moka svona miklu af súkkulaðiköku í drenginn yfir eina helgi ! Þegar kom að því að fara vildi minn það alls ekki. Reyndi að sleppa þegar ég klæddi hann í útifötin og meðan ég sótti úlpuna mína slapp hann aftur inn í barnaherbergi. Þegar Sif ætlaði að leiða hann út lét hann sig bara detta í gólfið! Loksins lukkaðist mér að draga hann út úr íbúðinni, en hann var ekki sáttur :) Því næst stoppuðum við hjá Svanhildi systur þar sem hressu gaurarnir þeir Óli og Steinar skoppuðu um allt. Steingrímur kannaði staðinn og reyndi að venju að troða sér á staði sem erfitt er að komast á :) Við héldum svo heim á leið og herrann borðaði fullan bakka af Krakkafisk í kvöldmatinn. Hann var svo eldhress þegar hann átti að fara að sofa, skoppaði um allt rúm og hnoðaði sængina upp í kúlu með fótunum. Hann gafst upp rétt um hálf níu og sefur sætt, enda hættur að hósta !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home