Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, September 19, 2009

Afmælisveisla hjá Dodda litla

Steingrímur vaknaði klukkan 7 og var fyrst ansi úrillur. Hann tölti fram í eldhús og um leið og Coco Puffs kúlurnar skullu í skálinni snarþagnaði hann og beið spenntur eftir framhaldinu. Litli súkkulaðikarlinn borðaði kúffullan disk og var afar sæll með þetta. Við eyddum svo morgninum í að hlusta á Útvarp Latibær, horfa á sjónvarpið og klifra á stólum (Steingrímur sá reyndar eingöngu um þá deild). Hann borðaði fullan bakka af Krakkafisk í hádeginu, þetta er eiginlega fyndið hvað barnið borðar mikið þegar hann er hér !! Svo klukkan 3 fórum við í afmæli hjá Dodda litla hennar Kristínar Önnu vinkonu. Hann varð 2 ára 11. september. Steingrímur kippti sér ekkert upp við öll lætin í veislunni, labbaði um meðal fólksins hinn rólegasti og kom sér fyrir á góðum stöðum til að slappa af. Hann borðaði stórt stykki af afmælisskúffukökunni hans Dodda, greinilega að súkkulaðikökur eru nýtt uppáhald (hint hint mamma, fyrir afmælið :)). Hann var lengi inni í Dodda herbergi að skoða dótið hans. Dodda fannst þetta nú dálítið vafasamt og passaði að hann stæli hvorki rúminu né bílunum hans :) Við fórum svo heim um sexleytið og chilluðum aðeins fyrir kvöldmatinn. Steingrímur borðaði stórt stykki af lúðu með stöppuðum kartöflum og ofnbökuðum sætum kartöflum. Bara duglegastur :)) Eftir matinn var hann greinilega orðinn þreyttur, kúrði í sófanum hjá mér og horfði á fréttirnar. Sofnaði eins og ljós klukkan 8 :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home