Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, August 30, 2009

Óróleg nótt en ágætur dagur

Nóttin var afar óróleg hjá Steingrími. Hann vaknaði kl. hálf 2 og var vakandi til rúmlega 3, síðan vaknaði hann aftur um 4, svo um 5 og loks rúmlega sex. Hann vaknaði endanlega kl. 7 og voru þá sumir ansi þreyttir. Hann borðaði vel af morgunmatnum eins og venjulega og var á röltinu til hádegis. Hann borðaði mjög vel enn og aftur, ekkert að matarlystinni núna :) Eftir hádegið fórum við með mömmu minni í IKEA. Steingrími fannst það fínt, sat eins og herforingi í kerrunni og fékk kókómjólk í kaffiteríunni. Hann vildi hinsvegar ekki líta við skúffukökunni sem honum bauðst. Við komum svo við hjá mömmu í heimleiðinni og Steingrímur rifjaði upp íbúðina hennar með því að fara í góðan könnunarleiðangur. Þegar heim kom borðaði hann 2 brauðsneiðar með mysing og fór svo inn í stofu og kíkti á sjónvarpið. Hann fékk grjónagraut í kvöldmatinn, með lifrarpylsu, og líkaði mjög vel. Ótrúlegt en satt, hann sofnaði ekki fyrr en kl. 8, hefði haldið að hann ætti enga orku eftir þar sem hann var illa sofinn. En nú sefur hann eins og engill og vonandi verður það þannig í alla nótt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home