Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, August 28, 2009

Hr. Mathákur

Ég kom og sótti unga manninn og ömmu hans í Mosó. Hann var í ágætis stuði, var alveg til í að koma í bílferð og losna við mömmu og pabba (he he). Við skiluðum ömmu heim að dyrum (þóttist ætla að keyra hana upp á 7. hæð :)) og fórum svo heim. Unginn tók sinn vanalega könnunarrúnt um íbúðina og fór svo að nota borðstofustólana sem trommur. Þegar matartíminn kom kallaði ég inn í stofu: Steingrímur, komdu að borða! Og minn kom brunandi um leið inn í eldhús og byrjaði að klifra upp í stólinn :) Enda var hann svangur, borðaði fullt box af Gríms plokkfisk á mettíma, togaði hendina með skeiðinni inn í munninn aftur og aftur ! Ein kókómjólk lét líka lífið í átökunum :) Svo fékk hann aðeins að leika sér eftir matinn en var lagður í rúmið rétt fyrir átta. Fimm mínútum síðar var hann steinsofnaður, saddur og sæll :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home