Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, July 17, 2009

Lítill heilbrigðisfulltrúi

Herra Steingrímur mætti til vinnu hjá Umhverfissviði í dag. Hann kom til mín um þrjúleytið og þótti ekki leiðinlegt að skoða staðinn. Fullt af göngum, básum og sniðugum stöðum! Og skápum og listum til að halla sér upp að. Hann fékk að prófa skrifstofustólinn hennar Magneu og hamraði aðeins á lyklaborðið hennar :D Gott að fá svona mini heilbrigðisfulltrúa að vinna með sér af og til :D Eftir vinnu skruppum við í Bónus og brunuðum svo heim á leið. Veðrið var svo gott að ég settist út á svalir. Steingrímur vildi ekki sjá að vera á svölunum og var snöggur að koma sér inn og setjast á mottuna. Ég ákvað að vera með óhollnustu í kvöld og sauð pylsur handa okkur. Unga manninum fannst það ekki slæmt, borðaði eina og hálfa pylsu og brosti og hló allan tímann. Hann hló líka stanslaust meðan skipt var á honum og hann klæddur í náttfötin, hætti bara þegar tannburstinn birtist á svæðinu. Liggur nú og syngur sæll í rúminu, virðist á hraðri leið inn í draumalandið :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home