Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, June 14, 2009

Skroppið í kaffi hjá Helen

Steingrímur vaknaði um klukkan sjö og borðaði vel af morgunmatnum. Svo tölti hann um, horfði smá á sjónvarp og lá á mottunni. Hann borðaði mjög vel í hádeginu, alveg eins og hungraður úlfur! Eftir hádegið fórum við í heimsókn til Helenar systur. Þar var fröken Arna Rún á staðnum og brunaði um allt í góðu skapi. Steingrímur skellti sér í sófann hjá Örnu og ömmu hennar og slappaði af um stund. Hann prófaði líka litla hægindastólinn hennar Örnu og leðurstólinn hennar Helenar. Hann stakk nokkrum sinnum af upp á efri hæð en sneri alltaf við niður þegar hann kom á millipallinn. Við fengum kaffi og köku og héldum svo heim á leið. Það var ýsa í karrísósu í kvöldmatinn og herrann borðaði heilan disk :) Eftir matinn var greinilegt að minn var orðinn syfjaður svo hann var tannburstaður og þveginn í hvelli og sofnaði svo kl. 8, næstum um leið og hann var lagður á koddann

0 Comments:

Post a Comment

<< Home