Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, June 13, 2009

Skemmtilegur dagur með heimsóknum

Steingrímur vaknaði rétt fyrir kl. 7 og var vel stemmdur. Fékk að koma upp í til mín og lá þar dágóða stund og sönglaði áður en við fengum okkur morgunmat. Svo var rölt aðeins um, horft smá á tv og legið á mottunni. Minn borðaði mjög vel í hádeginu, var alveg botnlaus. Eftir hádegið fórum við í heimsókn til Steinku og Gumma. Þau voru að passa hvolp sem frænka mín á og um leið og dyrnar voru opnaðar komu Freyja og hvolpurinn þjótandi á brjálaðri ferð til að taka á móti okkur. Steingrímur ýtti þeim bara til hliðar og brunaði inn í stofu. Við fengum okkur köku og góðgæti og síðan fór herrann á rölt í stofunni. Honum leist vel á borðstofustólana hennar Steinku og klifraði upp á þá og labbaði eftir þeim!! Orðinn svolítið ævintýragjarn! Hann fór líka og kyssti sjónvarpið vel og rækilega, nuddaði líka vörunum upp við buffetið :) Um fimmleytið fórum við til Sylvíu ömmu til að hitta Florence ömmusystur sem er í heimsókn á landinu, en hún býr í Englandi. Steingrímur var kátur að hitta pabba þar og var vel til í að ærslast með honum. Frænka gaf honum bol og bíl en herranum fannst skemmtilegra að hossa sér í stólnum hennar ömmu en að pæla í svoleiðis hlutum :) Svo var ég dregin út að dyrum af óþolinmóðum herra og við héldum heim. Hann borðaði vel af kvöldmatnum og tölti svo syngjandi fram í stofu. Hann fór í rúmið kl. 8 og sofnaði strax, sætt og rótt :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home