Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Monday, June 01, 2009

Steingrímur hittir Dalai Lama :)

Steingrímur vaknaði um sjöleitið í morgun. Morgunmaturinn gekk vel að venju og að venju fór minn maður að mottast við fyrsta tækifæri. Eftir hádegismatinn fórum við á Hilton hótelið að hitta Dalai Lama. Ég er í hópi sjálfboðaliða sem eru að undirbúa Laugardalshöllina fyrir fyrirlesturinn hans á morgun og okkur var boðið að koma og hitta hann. Steingrími fannst ekki alveg nógu spennandi að bíða eftir honum og var mikið á röltinu. Svo kom Dalai Lama og talaði við okkur, þakkaði okkur fyrir aðstoðina og lét mynda sig með hópnum. Hann veitti okkur blessun og var hinn ljúfasti. Við fengum litlar búddastyttur blessaðar af Dalai Lama að gjöf. Eftir þetta fékk ég mér kaffi í andyrinu með nokkrum sjálfboðaliðum og Steingrímur skreið hæstánægður upp í bleikan stól og sat þar rólegur á meðan við spjölluðum. Sæl og glöð héldum við svo í Grasagarðinn þar sem Raggi var með börnin sín þrjú. Við löbbuðum um og gáfum öndunum brauð. Steingrímur brunaði um allt og var ekki feiminn við að kanna umhverfið. Ég gleymdi myndavélinni en Raggi tók myndir sem hann sendir mér seinna. Þvínæst var farið í heimsókn til mömmu minnar sem bauð upp á ostabrauð, herranum til mikillar gleði. Loks var haldið heim og herrann fékk góðan kvöldmat. Hann sofnaði svo sæll, blessaður og glaður eftir viðburðaríkann dag :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home