Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, July 19, 2009

Ferð um Hvalfjörð, Þingvöll og rjómapönsur í lokin :)

Steingrímur vaknaði rétt fyrir sjö og var frekar fúll. Hann hresstist aðeins eftir morgunmatinn en var frekar grumpy fram til tíu. Þá komu Doddi og Kristín Anna í heimsókn og hresstu okkur við. Eftir hádegismatinn fórum við svo öll í smá ferð. Við keyrðum upp í Hvalfjörð og beygðum svo inn Kjósarskarðsveg. Þar skoðuðum við litla sveitakirkju á Reynivöllum. Þvínæst var brunað að rústunum af Valhöll á Þingvöllum. Steingrímur skoðaði klónna á gröfunni sem sá um niðurrifið afar vandlega. Svo röltum við að Þingvallakirkju og skoðuðum kirkjugarðinn. Einhver athöfn var í gangi í kirkjunni svo við gátum ekki kíkt á hana. Steingrími fannst erfitt að labba eftir göngustígnum meðfram ánni og gekk á tímabili eins og krabbi :) Eftir að ég bakkaði næstum út í Öxará tókst okkur að koma lifandi heim til Kristínar. Hún bakaði pönsur og við hámuðum í okkur rjómapönnsur með rabbabarasultu, fullkominn endir á góðum degi :) Við Steingrímur héldum síðan heim á leið og herrann fékk sér kvöldmat. Hann var svo sóttur af fjölskyldunni og fannst greinilega ekki leiðinlegt að hitta þau aftur :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home