Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, July 18, 2009

Sigling um Breiðafjörðinn

Steingrímur vaknaði um sexleytið og var frekar súr. Hann hresstist samt eftir hafragrautinn og fór svo á sína elskuðu mottu. Hann fékkst ekki til að vera neins staðar annarsstaðar ! Um hálf ellefu lögðum við af stað upp á Snæfellsnes. Ferðin gekk vel og Steingrímur var í góðu skapi, sönglaði og smellti fótunum upp á höfuðpúðann á framsætinu :) Þegar komið var í Stykkishólm fengum við okkur samlokur og safa. Sumir reyndu ítrekað að stinga af, ég prófaði að labba á eftir honum til að sjá hversu langt hann myndi ganga og hann ætlaði sér bara að labba einn niður á höfn ! Siglingin hófst kl. 14:30 og fljótlega kom í ljós að litla herra fannst þetta mjög gaman. Hann hló og hló, klappaði saman lófunum og æddi um allt skip. Veðrið var frábært og eyjarnar skörtuðu sínu fegursta. Við sáum örn, lunda, skarfa og fýla í tonnavís. Steingrímur fékk að kíkja á skeljarnar og ígulkerin sem komu upp þegar sleði var dreginn á eftir skipinu og fannst það frekar ógeðslegt allt saman. Þegar í land kom var svo brunað í bæinn eftir bleyjuskiptingu í mjúku grasi og glampandi sólskini. Steingrímur var alveg jafn hress á bakaleiðinni og naut greinilega ferðarinnar. Þegar heim kom fékk hann uppáhaldið sitt, plokkfisk og borðaði allan bakkann án þess að stoppa einu sinni. Svo var farið í náttföt og gaur gerður tilbúinn í rúmið, hann steinsofnaði svo 10 sekúndum eftir að hann var lagður á koddann, þreyttur eftir langan en spennandi dag.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home