Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, August 29, 2009

Ýmislegt baukað

Steingrímur vaknaði klukkan hálf átta, sem var fínn tími að mínu mati :) Hann borðaði mjög vel af morgunmatnum og fór svo inn í stofu að rölta og kúra í sófanum. Barnaefnið var í gangi og hann horfði smá stund. Hann var svo á ferðinni um íbúðina og skemmti sér við að vera mjög hávær fram að hádegi. Hann borðaði krakkafisk í hádeginu og kláraði heilan bakka, 400 g!! Ekki að spara við sig matinn núna ! Eftir hádegið skutluðum við Hildu á frjálsíþróttamót og fórum svo í heimsókn til Steinku. Steingrímur fór meðfram öllum húsgögnum þar sem erfitt var að troðast, flækti sig í rafmagnssnúrum og lék sér í borðstofustólunum. Hann var ansi hávær þarna líka, en róaðist við táslunudd í sófanum. Síðan skruppum við út á leikvöll með Sif vinkonu og stelpunum hennar. Steingrímur prófaði að klifra upp stigann að rennibrautinni en hann langaði ekki að renna. Fannst flott að vera þar uppi og horfa yfir. Síðan var haldið heim á leið og þá fór guttinn að hlusta á tónlist og söngla með. Hann fékk pylsur í kvöldmatinn og borðaði næstum því tvær með brauði og tómatsósu. Gunna vinkona kom við og náði rétt að sjá hann vakandi, hann horfði mjög áhugasamur á hana og virtist líka vel að taka í hendurnar á henni. Skömmu síðar steinsofnaði ungi maðurinn og sefur vonandi jafn vel og síðustu nótt :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home