Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, September 18, 2009

Súkkulaðikökukarl :)

Ég sótti múslí litla í frístundaheimilið en hann sat hinn ánægðasti í sófa með Jóhönnu umsjónakonu sinni. Hann hafði víst verið sprækur úti, hlaupið upp og niður hól og meira að segja sent þeim nokkur bros :) Mikil ánægja með það. Herrann fékk far að bílnum í hjólastólnum þar sem ég var klyfjuð töskum og var alsæll með það. Við brunuðum svo í Kringluna og hittum þar mömmu stráksa, honum til mikillar gleði. Hann náði að sníkja nokkur faðmlög án mikillar fyrirhafnar :) Við skruppum inn í Hagkaup og vorum svo heppin að boðið var upp á súkkulaðiköku í tilefni 50 ára afmælis verslunarkeðjunnar. Steingrímur var afar ánægður með það, hann át tvö stykki og togaði hendina á mér að munninum til að fá hvern bita hraðar :) Súkkulaðifíkillinn litli :) Svo var nú haldið heim á leið og Útvarp Latibær settur á fullt. Aldrei þessu vant leit minn maður ekki við mottunni góðu heldur fór beint í stólaklifur. Þegar kom að kvöldmat var ekki að sjá að kakan hefði dregið úr lystinni. Hann borðaði meirihlutann af plokkfisksbakka og skolaði herlegheitunum niður með kókómjólk sem var tæmd í einum rykk. Síðan fór ég að búa hann í rúmið og eftir að hann fékk nýja bleyju vildi hann ekkert fara úr rúminu mínu. Hann dúllaði sér þar og lék sér þar til klukkan 8, þá steinsofnaði músin og var fluttur yfir í sitt rúm :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home