Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, October 18, 2009

Á ferð og flugi

Steingrímur vaknaði aftur um kortér yfir sjö og var í góðu skapi. Lá í smá stundi og kúrði eftir að hafa fengið nýja bleyju, ekkert að flýta sér fram úr. Um kl.hálf tíu komu Kristín Anna og Doddi í heimsókn að kíkja á okkur. Þau fóru svo heim að leggja sig með loforði um að hitta okkur aftur síðar um daginn. Við borðuðum Ikea kjötbollur með kartöflum í hádeginu, Steingrímur borðaði fullan disk :) Svo kl. 3 fórum við í Blómaval með Kristínu og Dodda. Við skoðuðum kanínur, jólalandið og fiskana í dýrabúðinni. Svo fengum við okkur köku og drykk á kaffihúsinu í Húsasmiðjunni. Strákarnir fengu frían Svala og muffins, voru afar ánægðir með það. Því næst fórum við í Öskjuhlíðina. Fyrst röltum við um í Fossvogskirkjugarði og fórum því næst yfir í Perluna. Þar brunaði Steingrímur hamingjusamur um allt, fannst ekkert leiðinlegt að horfa út um gluggann á fallegu birtuna. Síðan héldum við heim um sexleytið og borðuðum heimagerða lifrarpylsu, sem að sjálfsögðu smakkaðist afar vel :) MMmmmm, alltaf best sem maður gerir sjálfur. Síðan var gæinn búinn undir svefninn, hann sofnaði rétt um átta enda búinn að hafa nóg að gera í dag :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home