Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, November 28, 2009

Mikið að gera :)

Steingrímur vaknaði kl. 7:20 og var glorhungraður. Hámaði í sig súrmjólk með Cheerios út á og eina brauðsneið. Klukkan hálf tíu fórum við svo í Hafnarfjörðinn og kíktum á nýju íbúðina hennar Kristínar vinkonu. Doddi sonur hennar og Steingrímur nutu þess að bruna út um allt í tómri íbúðinni. Steingrímur prufaði öll herbergin og leist vel á flísarnar í holinu. Síðan skelltum við okkur í Ikea. Við fengum okkur að sjálfsögðu að borða þar og unginn fékk kjötbollur og stóra súkkulaðimúffu í eftirrétt. Ekki var flakkinu enn lokið, við fórum næst í Kringluna og hittum Svanhildi, Óla og Steinar. Strákarnir voru að fá sér hamborgara frá Metro og Steingrímur sat við hliðina á Óla. Allt í einu rétti Steingrímur út höndina og stal hamborgaranum hans Óla :D Hamborgaranum var skilað en litli þjófurinn fékk hinsvegar að háma í sig franskar. Var greinilega pláss enn eftir kjötbollur og köku! Eftir búðarrölt fórum við loksins aftur heim og slöppuðum af. Í kaffinu borðaði hann lítið en tíndi þó upp nokkra bita af matarkexi. Slatti af kexinu endaði reyndar í gólfinu en nóg lenti í munni. Hann tók svo sjálfur til sín kókómjólk og fór að drekka, þurfti enga aðstoð :D Síðan chilluðum við í rólegheitunum, unginn kyssti sjónvarpið og hlustaði á tónlist. Hann borðaði vel af kvöldmatnum, enda hinn víðfrægi plokkfiskur í matinn. Hann var svo hress fram yfir átta, en sofnaði á nokkrum mínútum eftir að ég lagði hann í rúmið. Mikið gert í dag :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home