Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, December 11, 2009

Rok og rigning !

Það var ekki huggulegt veðrið þegar ég kom að sækja prinsinn í dag. Brjálað rok og slagveðursrigning! Við fengum að fara í gegnum skólann og þurftum því bara að labba smá spöl að bílnum en veðrið var svo vont að herrann var farinn að skæla þegar við náðum að bílnum. Ég flýtti mér að setja hann inn en hann var ekki sáttur fyrr en við vorum komin hálfa leið til Reykjavíkur! Þegar ég kom að ná í hann var hann að dunda við bakka fullan af glerdropum og var að skoða einn í hendinni. Honum fannst þetta greinilega mjög áhugavert ! Starfsfólkið sagði að hann hefði verið sofandi þegar hann kom með rútunni en vel hafði tekist að vekja hann :) Við skruppum svo í Bónus og birgðum okkur upp fyrir næstu daga, síðan komumst við loksins heim í skjól fyrir veðrinu. Steingrímur tók strikið inn í stofu um leið og fór að troða sér á bak við hornborðið :) Svo var gengið um og hurðir opnaðar og lokaðar á ýmsum herbergjum, síðan var lokinu á þvottakörfunni hent í gólfið nokkrum sinnum :) Þvottakörfunni var líka ýtt til :) Hann borðaði vel af kvöldmatnum en var afar ákveðinn þegar hann vildi fá að drekka, gargaði ef ég var of lengi að rétta honum fernuna :D Eftir matinn voru gerðar nokkrar leikfimiæfingar og sungið á mottunni, um kortér yfir átta voru augnlokin farin að síga og hann sofnaði skömmu síðar sætt á koddanum sínum :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home