Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, June 26, 2005

Rauðhólaferð

Steinka systir sótti okkur Steingrím eftir hádegið og við fórum að Rauðhólum í smá göngutúr til að viðra Freyju. Við vöppuðum um í náttúrufegurðinni meðan Freyja æddi um allt upp og niður, svaka glöð yfir því að komast út. Við settumst niður til að chilla og Steingrímur sat beinn í baki og skoðaði lúpínurnar. Freyja gat ekki stillt sig um að koma og aðeins kyssa hann :-) Veðrið var yndislegt og hlýtt og frábært að vera þarna. Síðan keyrðum við heim til Steinku og fengum okkur kaffi. Steingrímur lék sér á stofugólfinu og Freyja var hæstánægð, loksins komið barn sem flýr ekki frá henni. Enda var hún dugleg að ryksuga hann með nefinu og kyssa hann innilega. Hann var frekar rólegur yfir þessari athygli en bandaði henni í burtu þegar honum fannst nóg komið ! Svo keyrði Eva dóttir Steinku okkur heim, við höfðum það gott uppi í rúmi þar sem ég leyfði honum að sjá nýju myndirnar frá Rauðhólunum. Svo komu mamma, pabbi og Eva að sækja litla snúð. Það gleymdist að láta bangsa niður með dótinu, ég verð því að fara í heimsókn og skila honum. Ææ :-)


Freyja ryksugar Steingrím með nefinu :-) Posted by Hello


Steinka og Steingrímur gefa Freyju harðfisk, uppáhaldið hennar Posted by Hello


Steingrímur skoðar lúpínur við Rauðhólana Posted by Hello


Freyja kyssir Steingrím :-) Posted by Hello

Jæja, lokins kom að því að sumir þurftu að sofa !

Steingrímur sofnaði aftur seint í gærkvöldi, mér til mikillar undrunar þar sem hann tók sér bara einn stuttan lúr um daginn. Ég þurfti svo að vekja hann kl. 7:30 til að gefa honum lyfin tímanlega. Hann var ekki hress með það, var eins og hlaupkarl en sat samt í nýja Trip Trap stólnum svo ég gæti stillt hann. Svo borðaði hann morgunmatinn, allt í góðu, en þegar ég setti hann á teppið sá ég strax að hann var óttalega kraftlítill. Hmmm. Hann var því drifinn inn í rúm og mældur, just in case. Hann reyndist vera með 36.8 gráður. Ok, ekki veikur. En þegar bleyjan var komin á hann aftur sneri hann sér á hliðina, greip bangsa og lokaði augunum. Og búmm, þar með var hann sofnaður. Hann svaf til kl. 11:15 ! En þá vaknaði hann líka hress og er búinn að blístra fyrir mig stanslaust síðan, reyndi meira að segja að blístra meðan hann var að borða hádegismatinn :-) Nú förum við í smá ferð með Steinku og hundinum hennar, það er amk einn með sem getur blístrað á hundinn til að fá hann til baka :-)


Sybbinn gaur Posted by Hello


Í nýja stólnum :-) Posted by Hello


Sofið á hvolfi :-) Posted by Hello

Saturday, June 25, 2005

Sumir voru á fullri ferð !

Við fórum eftir hádegislúrinn í smá verslunarleiðangur. Fyrst fórum við í Baby Sam og keyptum Trip Trap stól. Þegar ég verð búin að skrúfa hann saman getur herrann aldeilis setið flott :-) Svanhildur systir og fjölskylda voru með í för. Við fórum líka í Kringluna og ráfuðum aðeins þar um áður en við fórum heim. Steingrímur virtist vera slappur eftir lúrinn en þegar heim kom var annað uppi á teningnum! Hann fór um alla stofu, mjakaði sér aftur á bak, eða á rassinum, þvílíkt duglegur ! Svo sá hann rugguhestinn Hrólf, sem pabbi átti þegar hann var lítill. Hann var alveg heillaður af honum, fór aftur og aftur að honum, settist upp og klappaði honum og snerti hann í langan tíma :-) Svo var hann líka spenntur fyrir bókahillunum, fór og skoðaði þær líka og klappaði mikið fyrir þeim. Hann borðaði vel í kvöldmatnum og er núna að hnoðast uppi í rúmi, alls ekkert á því að sofna. Kannski að hann sé hættur að vera þreyttur ?


Er ég ekki sætur ?? :-) Posted by Hello


Smá pása í könnunarleiðangri um íbúðina, þurfti að athuga hvort snuðið væri enn í lagi Posted by Hello


Steingrímur að skoða Hrólf :-) Posted by Hello

Óvænt bað, annars góður morgunn

Steingrímur vaknaði kl. 7 og var ekki að sjá að hann væri þreyttur þrátt fyrir að hafa sofnað svona seint. Hann fékk morgunmat og svo fór hann fram í stofu að leika sér. Upp úr 11 hafði ég til mat handa honum, afgang af kjúklingi frá því í gær og hann borðaði af bestu lyst. Ég fór síðan með hann inn í rúm til að skipta á honum fyrir lúrinn, en þá fékk hann hóstakast og gubbaði þá upp pínu af matnum. Það fór auðvitað allt niður um hálsmálið og inn í samfelluna þannig að ég fór með gæjann inn á bað og þvoði honum með handsturtunni. EKKI GAMAN ! Það var hreinn og fínn strákur sem ég lagði í rúmið vafinn inn í handklæði, en hann horfði móðgaður á mig, grunaði mig sennilega um að hafa reynt að drekkja honum :-) Rétt um hálf eitt sofnaði hann svo og sefur ennþá sætt :D


Krúttípútt nýkominn úr baði :-) Posted by Hello

Lítill nátthrafn kominn á staðinn

Steingrímur mætti í þann mund sem spilaklúbburinn var að mæta til að hefja eldamennsku. Stelpurnar spjölluðu við hann og hann sýndi hvað hann er orðinn duglegur og settist upp fyrir þær :-) Þegar kom að matmálstíma var hann aðeins að stríða mér, sneri sér á alla kanta til að sleppa við skeiðina, samt borðaði hann fullan disk, var sennilega bara að sýnast vera svolítið tough fyrir stelpurnar :) Helga smellti honum svo í náttfötin og eftir tannburstun og andlitsþvott var hann lagður í rúmið. En sofnaði hann ? Nei nei nei ! Við heyrðum spjallað inni í herbergi hvað eftir annað ! Klukkan hálf ellefu féllum við fyrir köllunum í honum og hann fékk að koma aðeins fram í fjörið. Honum fannst það alls ekki leiðinlegt :-) Hann nuddaði samt augun og klóraði sér í kollinum, var greinilega dauðþreyttur ! Svo var hann settur inn aftur og eftir nokkur kvörtunarhljóð sofnaði hann, rúmlega 11 !!! Þegar ég kom inn í rúm stakkst lítill fótur út milli sænga, very cute. Jæja, best að fara að lúlla !

Friday, June 24, 2005


Helga klæðir gæjann í náttfötin Posted by Hello


Mmmmm, gott að borða sokkabuxur ! Posted by Hello


Steingrímur sest upp sjálfur :-) Posted by Hello

Thursday, June 16, 2005

Steingrímur duglegastur !!!

Í dag fór ég með mömmunni að sækja Steingrím á Lyngás, enda búin að vera á Spáni í tvær vikur og kominn tími til að sjá unga manninn. Ég var búin að frétta að hann væri orðinn svo duglegur að hann væri farinn að setjast upp að sjálfsdáðum. Þegar við komum sat hann stífur og fínn eins og herforingi á gólfinu og var að leika sér. Ég settist á hækjur mér við hliðina á honum og spjallaði við hann, hann sneri sér svo að mér og það varð of freistandi, ég greip hann í fangið og knúsaði bollukinnarnar :-) Um kvöldið kom ég í heimsókn í Arnarhöfðann og fékk þá að sjá hann setjast upp sjálfann ! Glæsilegt :-) !!! Og það var stór munur á þessum unga manni, mun hressari á allan hátt og sýndi mun meiri áhuga á umhverfi sínu. Steingrímur er bara duglegastur, áfram á þessari braut strákur !!!


Er ég ekki bara flottastur ??! Steingrímur stendur hjá mömmu á skiptiborðinu á Lyngási. Posted by Hello


Steingrímur situr flottur og fínn og leikur sér á Lyngási Posted by Hello