Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, June 26, 2005

Rauðhólaferð

Steinka systir sótti okkur Steingrím eftir hádegið og við fórum að Rauðhólum í smá göngutúr til að viðra Freyju. Við vöppuðum um í náttúrufegurðinni meðan Freyja æddi um allt upp og niður, svaka glöð yfir því að komast út. Við settumst niður til að chilla og Steingrímur sat beinn í baki og skoðaði lúpínurnar. Freyja gat ekki stillt sig um að koma og aðeins kyssa hann :-) Veðrið var yndislegt og hlýtt og frábært að vera þarna. Síðan keyrðum við heim til Steinku og fengum okkur kaffi. Steingrímur lék sér á stofugólfinu og Freyja var hæstánægð, loksins komið barn sem flýr ekki frá henni. Enda var hún dugleg að ryksuga hann með nefinu og kyssa hann innilega. Hann var frekar rólegur yfir þessari athygli en bandaði henni í burtu þegar honum fannst nóg komið ! Svo keyrði Eva dóttir Steinku okkur heim, við höfðum það gott uppi í rúmi þar sem ég leyfði honum að sjá nýju myndirnar frá Rauðhólunum. Svo komu mamma, pabbi og Eva að sækja litla snúð. Það gleymdist að láta bangsa niður með dótinu, ég verð því að fara í heimsókn og skila honum. Ææ :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home