Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, June 26, 2005

Jæja, lokins kom að því að sumir þurftu að sofa !

Steingrímur sofnaði aftur seint í gærkvöldi, mér til mikillar undrunar þar sem hann tók sér bara einn stuttan lúr um daginn. Ég þurfti svo að vekja hann kl. 7:30 til að gefa honum lyfin tímanlega. Hann var ekki hress með það, var eins og hlaupkarl en sat samt í nýja Trip Trap stólnum svo ég gæti stillt hann. Svo borðaði hann morgunmatinn, allt í góðu, en þegar ég setti hann á teppið sá ég strax að hann var óttalega kraftlítill. Hmmm. Hann var því drifinn inn í rúm og mældur, just in case. Hann reyndist vera með 36.8 gráður. Ok, ekki veikur. En þegar bleyjan var komin á hann aftur sneri hann sér á hliðina, greip bangsa og lokaði augunum. Og búmm, þar með var hann sofnaður. Hann svaf til kl. 11:15 ! En þá vaknaði hann líka hress og er búinn að blístra fyrir mig stanslaust síðan, reyndi meira að segja að blístra meðan hann var að borða hádegismatinn :-) Nú förum við í smá ferð með Steinku og hundinum hennar, það er amk einn með sem getur blístrað á hundinn til að fá hann til baka :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home