Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, August 26, 2007


Góð þjónusta hjá þessum ömmum, maður getur bara slappað af og maturinn kemur til manns :-)


Mmmm, brauð með laxi er ekki svo slæmt



Í ævintýraferð bak við stól hjá "ömmu" Guðlaugu



Flott húsgögn hér í IKEA :-)



Hmm.. Verið að skoða skóna sína í íbúðinni hennar Magneu

Farið út og suður

Steingrímur vaknaði kl. 6:30 og var manna hressastur. Viðurkenni alveg að ég var ekki eins hress :-) Hann borðaði góðan morgunmat og lék á alls oddi þar til rúmlega hálf ellefu, þá varð hann vælinn og steinsofnaði svo um ellefu. Hann svaf eins og steinn alveg til kl. 1 ! Þá vaknaði hann líka glorhungraður. Þegar hann kom skríðandi eftir ganginum kallaði ég á hann: Steingrímur, komdu og fáðu að borða. Hann sneri strax höfðinu og skreið af stað inn í eldhús. Hann borðaði plokkfisk, brauð með kæfu og smá hafragraut, alveg botnlaus ! Eftir hádegið fórum við og kíktum á nýju íbúðina hennar Magneu vinkonu. Steingrími leist vel á hana og skoðaði hana hátt og lágt. Þegar við settumst út á fínu yfirbyggðu svalirnar hennar stakk herrann okkur af, skreið yfir háan þröskuldinn og fór bara inn í stofu :-) Næsti stopp var svo Byko þar sem við Svanhildur systir vorum að skoða flísar. Steingrímur var líka til í að skoða flísar og greip í nokkur sýnishorn :-) Þá var ferðinni heitið í IKEA. Eftir að hafa skoðað umtalsvert fórum við og fengum okkur smá hressingu. Steingrímur fékk gulrótartertu og féll það í góðan jarðveg. Svo var brunað heim til mömmu minnar. Þar voru Óli og Steinar fyrir. Steingrímur naut góðs af því að búið var að smyrja brauð og sat mamma og mokaði brauðbitum upp í 3 stráka til skiptis :-) Loks fórum við heim og þar rölti gaurinn um stofuna þar til kom að kvöldmat. Hann borðaði nokkuð vel og fékk svo að dúlla sér aðeins fyrir tannburstun og náttföt. Hann var sofnaður rúmlega 9 og kúrir hjá bangsanum sínum :-)

Saturday, August 25, 2007



Alvarlegur ungur maður, orðinn syfjaður


Best að skoða þetta nánar


Slappað af í stólnum

Steingrímur heilbrigðisfulltrúi :-)

Í morgun vaknaði spilandi kátur karl. Hann hló og spjallaði og var glorhungraður þegar kom að morgunmatnum. Hafragrauturinn rann ljúflega niður, svo fór karlinn á röltið þar til tími var kominn fyrir mig að fara í vinnuna. Við brunuðum því upp á Kjalarnes kl. 10 og hlustuðum á skotæfingar. Steingrímur fékk að vísu að vera inni í bílnum enda rok og kalt á Kjalarnesinu. Svo fórum við heim að borða hádegismat, enda unginn orðinn leiður á heilbrigðisfulltrúastarfinu og farinn að orga aftur í. Reyndar róaðist hann verulega þegar honum var rétt kókómjólk :-) Hann var hungraður eins og úlfur þegar kom að hádegismatnum, borðaði nær heilan bakka af plokkfisk, nokkuð sem venjulega dugar fyrir mig og Hildu !!! Eftir hádegið skelltum við okkur í Kringluna. Steingrímur sat hinn rólegasti með krosslagðar fætur þar til við fórum inn í Eymundson. Þar var verið að gefa ókeypis nýja skóladrykkinn, Kappa. Þá reis hann upp og teygði sig eftir fernu. Ekki var annað að sjá en að Kappi smakkaðist vel, amk var hann drukkinn á methraða :-) Svo fórum við heim og höfðum það gott. Steingrímur prufaði nýja hægindastólinn sem amma Guðlaug kom með handa honum og líkaði vel. Hann var í frábæru skapi fram að kvöldmat og þegar kom að því að borða var ekkert mál, borðaði eins og hestur ! Upp úr kl. 8 varð unginn ansi lúinn. Hann fór þá í náttföt og beint í rúmið. Hann var sofnaður fyrir 9 og sefur sætt og rótt

Friday, August 24, 2007



Ánægður með athyglina :-)


Hahaha, gaman þegar verið er að spjalla við mann



Sumir skemmtu sér vel við að horfa á sjónvarpið í kvöld

Fyrsta skiptið sem Steingrímur kemur í nýju íbúðina

Þegar ég kom að sækja ungann í leikskólann var mamman þar með stóru systur. Hann fékk því margfalt knús frá þeim áður en við lögðum í hann. Fyrst fór hann með mér og Hildu í útréttingar, síðan héldum við heim á leið og herrann kom inn í stofuna í fyrsta sinn. Hann kannaði aðeins svæðið en var frekar daufur. Skömmu síðar upphófst mikill grátur. Ég fór með hann inn í rúm og skipti á honum en ekki var það til að róa hann og sármóðgaður ungur maður renndi sér niður úr rúminu og grúfði andlitið í dýnuna. Svo steinsofnaði hann! Ég vippaði honum upp í rúmið og lá hjá honum meðan hann tók fegurðarblund í um 40 mínútur. Hann vaknaði frekar fúll en var samt til í að borða eftir smá stund. Síðan var hann klæddur í nýju monster-trukka náttfötin sín og fékk að rölta um stofuna í þeim. Við vorum að horfa á skjá1 og í hvert skipti sem komu auglýsingar fór gaurinn að skellihlæja :) Þegar hann var búinn að horfa nægju sína á sjónvarpið fór hann af stað til okkar Hildu og skælbrosti þegar við kölluðum á hann og töluðum við hann. Síðan upp úr 9 setti ég hann inn og bjóst við miklu tjútti fram eftir nóttu. En viti menn, hann sofnaði skömmu síðar !! Sefur núna sætt og rótt, vonandi vel líka á nýjum stað.