Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, February 11, 2007


Sætamús. Þarna var hann flissandi :-)



Horft á barnaefnið í sjónvarpinu



Ninninn reynir að bjóða gestinum bækur


Kíkt á borðið hennar Guðnýjar


Alveg dáleiddur að horfa :-)


Nei, enski boltinn! Spennandi !

Pirraður piltur sem breyttist í flissandi gaur

Steingrímur vaknaði rétt fyrir átta í morgun og var frekar morgunfúll. Hann borðaði samt morgunmatinn með bestu lyst en eftir hann var hann lítill í sér og óánægður. Sat á gólfinu og vældi reglulega, vildi lítið rölta um og var ekki ánægður með lífið. Rúmlega ellefu tók ég hann í fangið þegar hann var háskælandi og kúrði mig með hann uppi í rúmi. Þar steinsofnaði hann í fanginu á mér með tárvot augu. Hann var í lítið betra skapi þegar hann vaknaði en það tókst með smá fortölum að fá í hann hádegismatinn. Eftir matinn skruppum við í Blómaval. Barnaísinn þar var á 10 krónur og við bara urðum að fá okkur. Tek það fram að herrann kvartaði ekkert þegar hann fékk ísinn, onei ! Síðan skelltum við okkur í heimsókn til Guðnýjar vinkonu. Steingrímur var mikið að skoða sjónvarpið hennar, en enski boltinn var í gangi. Guðný sagði að sjálfsögðu að hann væri aðdáandi enska boltans og ætti að halda með Liverpool :-) Eftir þessa heimsókn skruppum við aðeins til Svanhildar og fjölskyldu. Steinar var vakandi en Óli að leggja sig. Steingrímur byrjaði að hlæja þegar við vorum búin að vera þarna nokkra stund og hann hélt áfram að hlæja alla leiðina heim og eftir að við vorum komin inn líka. Hann hætti hinsvegar að hlæja þegar honum var boðinn kvöldmatur. Það tókst með naumindum að koma í hann lyfjunum en ekki mikið meira. Hann fór svo aðeins á rölt inni í stofu eftir að hann var kominn í náttfötin en varð þá fyrir því óhappi að detta og reka sig aðeins í borðið. Það var mikið skælt en til allra lukku lagaðist það nú fljótt. Hann steinsofnaði kl. 9 og sefur nú sætt og rótt :-)

Saturday, February 10, 2007



Snuffsnuff ! Kaní kíkir á Steingrím



Bisast af stað í gallanum á kaffihúsinu. Er svo bollulegur að sjá svona að aftan !


Í Himnaríki var fullt af stólum til að styðja sig við


Töff gaur !


Spjallað við Guðrúnu



Á röltinu í Himnaríki

Tvö syfjuð í baðbombubúð á Kjalarnesi



Skeiðinni stýrt upp í munn :-)



Hahahahahaah :-)

Steingrímur hlær við bleyjuskipti :-)

Heimsókn í Himnaríki

Steingrímur vaknaði rétt fyrir klukkan 8 og var ekki í góðu skapi. Hann borðaði morgunmatinn en var ekki í neinu stuði til að fara á rölt eftir það. Það endaði með því að við lögðumst upp í rúm saman og hann kúrði hjá mér í hálftíma, þá loksins var hann kominn í betra skap. Hádegismaturinn rann ljúflega niður og að honum loknum lögðum við af stað upp á Akranes með Steinku systur og Hildu. Steingrímur sofnaði á leiðinni en hrökk upp þegar við stoppuðum á Kjalarnesi til að kaupa baðbombur. Þjófavarnarkerfið í bílnum fór nefnilega af stað og þar var erfitt að sofa í gegnum það ! Svo komum við upp á Skaga og heimsóttum Gurrí vinkonu í Himnaríkinu hennar. Steingrímur vappaði þar um hinn ánægðasti, ekki fannst honum svo verra að fá kökur og kókómjólk sér til hressingar. Eftir góða dvöl í Himnaríki stakk Gurrí upp á því að við kíktum á nýopnað kaffihús og við brunuðum þangað. Þar fékk Steingrímur að tölta um og skoða kolkrabbaspiladós :-) Um klukkan sex héldum við svo heim á leið, södd og sæl eftir góðan dag. Steingrímur hafði nú ekki mikla lyst á kvöldmatnum eftir góðgerðir dagsins en það tókst samt að koma í hann nokkrum skeiðum :-) Svo fékk hann aðeins að rölta um, svo burstuðum við tennur og fórum í náttföt. Nú kúrir krílið hér við hliðina á mér og virðist ekki vera syfjaður. Kemur í ljós hvernær hetjan verður að gefast upp og sofna :-)

Friday, February 09, 2007

Nú vil ég koma til þín Svava :-)

Flottur í Tigger náttfötunum

Kominn að stofunni

Alvarlegur gutti, rosalega líkur pabba sínum þarna :-)

Hmmm, kannski bara skemmtilegra að fara í þessa átt

Alltaf gott að fara varlega.

Kominn á röltið

Herrann skoðar mottuna :-)

Hörkuduglegur karl í heimsókn

Ég fór með Lóu vinnufélaga mínum að sækja Steingrím á leikskólann í dag. Hann var að fá sér að borða þegar við komum og fóstrurnar sögðu okkur frá því að í morgun hafði hann ekki nennt að bíða eftir því að þær gæfu honum svo hann greip skeiðina og stakk henni upp í sig :-) Duglegur drengur :-) Hann labbaði svo með okkur fram ganginn og strauk öllum flottu myndunum á veggnum. Þegar við vorum komin langleiðina að dyrunum, sneri hann sér að mér og rétti upp hendurnar svo ég gæti tekið hann. Við brunuðum svo niður í vinnu og í bílnum á leiðinni var Lóa að spjalla við hann og fékk leiftrandi bros að launum :-). Í vinnunni fór hann um í löbbunni og skrapp líka í göngutúr með Helgu vinkonu. Hann fékk líka að sitja með mér við tölvuna. Svo komu mamma og amma með töskuna hans og við heilsuðum aðeins upp á þær. Þegar við vorum á leiðinni til baka kom Rósa vinnufélagi minn og fór að spjalla við Steingrím. Hann stóð þá upp við stól en færði sig svo í átt til hennar og rétti út hendina. Þegar hún tók í hendina rétti hann hina upp svo hún gæti tekið hann. Svo lagði hann vangann að kinninni á henni, kunni greinilega að meta svona konu með reynslu af litlum strákum :-) Við héldum svo heim á leið og herrann fór strax og skoðaði mottuna sína. Hann elti mig líka inn í eldhús og forvitnaðist um eldamennskuna. Hrifningin af matnum var hinsvegar takmörkuð. Spaghetti og kjötkássa voru ekki nógu freistandi. Hann greip í skeiðina hjá mér - til að beina henni BURTU frá munninum ! Náði samt að koma í hann sex skeiðum og lyfjunum með :-) Herrann fór svo á röltið um íbúðina áður en hann var lagður í rúmið. Nú er klukkan að verða 10 og hann er enn í fullu fjöri :-)