Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, February 10, 2007

Heimsókn í Himnaríki

Steingrímur vaknaði rétt fyrir klukkan 8 og var ekki í góðu skapi. Hann borðaði morgunmatinn en var ekki í neinu stuði til að fara á rölt eftir það. Það endaði með því að við lögðumst upp í rúm saman og hann kúrði hjá mér í hálftíma, þá loksins var hann kominn í betra skap. Hádegismaturinn rann ljúflega niður og að honum loknum lögðum við af stað upp á Akranes með Steinku systur og Hildu. Steingrímur sofnaði á leiðinni en hrökk upp þegar við stoppuðum á Kjalarnesi til að kaupa baðbombur. Þjófavarnarkerfið í bílnum fór nefnilega af stað og þar var erfitt að sofa í gegnum það ! Svo komum við upp á Skaga og heimsóttum Gurrí vinkonu í Himnaríkinu hennar. Steingrímur vappaði þar um hinn ánægðasti, ekki fannst honum svo verra að fá kökur og kókómjólk sér til hressingar. Eftir góða dvöl í Himnaríki stakk Gurrí upp á því að við kíktum á nýopnað kaffihús og við brunuðum þangað. Þar fékk Steingrímur að tölta um og skoða kolkrabbaspiladós :-) Um klukkan sex héldum við svo heim á leið, södd og sæl eftir góðan dag. Steingrímur hafði nú ekki mikla lyst á kvöldmatnum eftir góðgerðir dagsins en það tókst samt að koma í hann nokkrum skeiðum :-) Svo fékk hann aðeins að rölta um, svo burstuðum við tennur og fórum í náttföt. Nú kúrir krílið hér við hliðina á mér og virðist ekki vera syfjaður. Kemur í ljós hvernær hetjan verður að gefast upp og sofna :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home