Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, February 09, 2007

Hörkuduglegur karl í heimsókn

Ég fór með Lóu vinnufélaga mínum að sækja Steingrím á leikskólann í dag. Hann var að fá sér að borða þegar við komum og fóstrurnar sögðu okkur frá því að í morgun hafði hann ekki nennt að bíða eftir því að þær gæfu honum svo hann greip skeiðina og stakk henni upp í sig :-) Duglegur drengur :-) Hann labbaði svo með okkur fram ganginn og strauk öllum flottu myndunum á veggnum. Þegar við vorum komin langleiðina að dyrunum, sneri hann sér að mér og rétti upp hendurnar svo ég gæti tekið hann. Við brunuðum svo niður í vinnu og í bílnum á leiðinni var Lóa að spjalla við hann og fékk leiftrandi bros að launum :-). Í vinnunni fór hann um í löbbunni og skrapp líka í göngutúr með Helgu vinkonu. Hann fékk líka að sitja með mér við tölvuna. Svo komu mamma og amma með töskuna hans og við heilsuðum aðeins upp á þær. Þegar við vorum á leiðinni til baka kom Rósa vinnufélagi minn og fór að spjalla við Steingrím. Hann stóð þá upp við stól en færði sig svo í átt til hennar og rétti út hendina. Þegar hún tók í hendina rétti hann hina upp svo hún gæti tekið hann. Svo lagði hann vangann að kinninni á henni, kunni greinilega að meta svona konu með reynslu af litlum strákum :-) Við héldum svo heim á leið og herrann fór strax og skoðaði mottuna sína. Hann elti mig líka inn í eldhús og forvitnaðist um eldamennskuna. Hrifningin af matnum var hinsvegar takmörkuð. Spaghetti og kjötkássa voru ekki nógu freistandi. Hann greip í skeiðina hjá mér - til að beina henni BURTU frá munninum ! Náði samt að koma í hann sex skeiðum og lyfjunum með :-) Herrann fór svo á röltið um íbúðina áður en hann var lagður í rúmið. Nú er klukkan að verða 10 og hann er enn í fullu fjöri :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home