Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, January 07, 2007

Rólegheitadagur með miklum svefni

Unginn svaf vel fyrri part nætur en var að vakna af og til frá 4 og skæla. Hann vaknaði svo alveg rétt um hálf átta og var í ágætu stuði þá. Eftir morgunmatinn fór hann á röltið en var frekar syfjaður undir hádegið. Ég gaf honum þá safa til að hressa hann. Hann borðaði ágætlega í hádeginu en drakk ekki mikið með. Eftir hádegið vorum við bara heima í rólegheitum. Herrann var frekar rólegur og ekki til í mikið fjör. Hann steinsofnaði um hálfþrjú og svaf eins og steinn. Eftir 2 tíma reyndi ég að vekja hann en þá æpti hann og grét en steinsofnaði svo aftur. Hann vaknaði loks kl. hálf sex !! Hann borðaði mjög vel af kvöldmatum, fullan disk af mat (fiskur með kartöflum) og svo heilan banana í eftirrétt. Hann var svo eiturhress eftir matinn og ekkert á því að fara að lúlla, augljóslega eftir allan lúrinn. Klukkan kortér yfir níu tannburstaði ég ungann og smellti honum í rúmið. Hann dansaði um allt rúm þar til kortér í ellefu, þá loksins gafst hann upp og sefur nú sætt og rótt :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home