Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, February 11, 2007

Pirraður piltur sem breyttist í flissandi gaur

Steingrímur vaknaði rétt fyrir átta í morgun og var frekar morgunfúll. Hann borðaði samt morgunmatinn með bestu lyst en eftir hann var hann lítill í sér og óánægður. Sat á gólfinu og vældi reglulega, vildi lítið rölta um og var ekki ánægður með lífið. Rúmlega ellefu tók ég hann í fangið þegar hann var háskælandi og kúrði mig með hann uppi í rúmi. Þar steinsofnaði hann í fanginu á mér með tárvot augu. Hann var í lítið betra skapi þegar hann vaknaði en það tókst með smá fortölum að fá í hann hádegismatinn. Eftir matinn skruppum við í Blómaval. Barnaísinn þar var á 10 krónur og við bara urðum að fá okkur. Tek það fram að herrann kvartaði ekkert þegar hann fékk ísinn, onei ! Síðan skelltum við okkur í heimsókn til Guðnýjar vinkonu. Steingrímur var mikið að skoða sjónvarpið hennar, en enski boltinn var í gangi. Guðný sagði að sjálfsögðu að hann væri aðdáandi enska boltans og ætti að halda með Liverpool :-) Eftir þessa heimsókn skruppum við aðeins til Svanhildar og fjölskyldu. Steinar var vakandi en Óli að leggja sig. Steingrímur byrjaði að hlæja þegar við vorum búin að vera þarna nokkra stund og hann hélt áfram að hlæja alla leiðina heim og eftir að við vorum komin inn líka. Hann hætti hinsvegar að hlæja þegar honum var boðinn kvöldmatur. Það tókst með naumindum að koma í hann lyfjunum en ekki mikið meira. Hann fór svo aðeins á rölt inni í stofu eftir að hann var kominn í náttfötin en varð þá fyrir því óhappi að detta og reka sig aðeins í borðið. Það var mikið skælt en til allra lukku lagaðist það nú fljótt. Hann steinsofnaði kl. 9 og sefur nú sætt og rótt :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home