Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, October 23, 2005


Ah, ekkert svarað, við verðum bara að laga þetta sjálfir Posted by Picasa


Halló ? Steingrímur fann bilun í bílnum, getið þið sent kranabíl ? Posted by Picasa

Smá búðarrölt og heimsóknir

Steingrímur vaknaði klukkan hálf átta og var í ágætu skapi. Morgunmaturinn rann ljúflega niður, hann var svo kátur þegar hann sá bananann að hann reyndi að kasta sér á hann áður en ég náði að opna hann ! Um morguninn var hann eiturhress, dillaði sér og hló, og lék með dót á fullu. Klukkan ellefu var bensínið búið og hann tók sér klukkutíma lúr. Hann vaknaði í góðu skapi og samþykkti að borða brauð með lifrarkæfu í matinn (pasta var hafnað hinsvegar). Fékk svo smá jarðarberjajógúrt í eftirmat. Eftir hádegi skelltum við okkur í IKEA með Svanhildi og litla Steinari. Um það bil 90% landsmanna voru líka stödd þar á sama tíma, arrrrg ! Við flúðum inn í matsal og fengum okkur hressingu. Steingrími leist ekki á sænskar kjötbollur en íslensk kókómjólk var í lagi. Í IKEA keypti ég perlu-víra-leiktæki handa honum (færir tréperlur eftir snúnum vírum). Svo skruppum við í heimsókn til Svanhildar og Óli spjallaði aðeins við Steingrím, og reyndi aðeins að stela snuddunni hans :-) Var nú stöðvaður í þeim glæpaverkum :-) Helen og Magga systir komu í heimsókn og spjölluðu við drenginn. Hann rétti út hendurnar þegar hann sá Helen og hún tók hann þegar upp og knúsaði hann. Ekki erfitt að snapa sér smá knús þegar maður er sætur gæi :-) Síðan var haldið heim á leið og unginn sofnaði í bílnum ! Þegar hann kom í mömmufang vaknaði hann, fékk kvöldmat og lá svo og tjúttaði kátur inni í rúmi. Ekki syfjulegur þá ! Sofnar vonandi fyrir miðnætti :-)

Saturday, October 22, 2005


Óli tekur í hendurnar á Steingrími Posted by Picasa


Þú átt flott dót Óli ! Posted by Picasa


Steingrímur er aaaaaa við Óla :-) Posted by Picasa


Sjáðu þennan ! Óli vísar á Steingrím Posted by Picasa

Júróvisíon og leikið með Óla

Við Steingrímur höfðum það gott fram til kl. 4 og skelltum okkur þá í heimsókn til Óla og fjölskyldu. Óli kom strax að spjalla við Steingrím, sem var nú mjög spenntur fyrir Óla líka ! Óli settist fyrir framan hann og þá teygði Steingrímur sig fram og faðmaði Óla að sér ! Faðmlagið var svo fast að þeir rúlluðu saman niður á gólf og Steingrímur lá þar ofan á Óla og báðir skælbrostu ! Óli sat síðan hjá honum og þeir voru að fikta hver í öðrum. Síðan fórum við til mömmu og borðuðum kvöldmat þar og horfðum á Júróvisíon. Steingrímur borðaði brauð með kæfu og banana í kvöldmat og drakk vel. Svo þegar í ljós kom að þátturinn yrði endalaus fórum við heim á leiðog unginn sofnaði um leið og hann var lagður í rúmið, um hálf tíuleytið. Þar sefur hann nú sæll eftir góðan dag :-)


Neiii ! Taktu mig upp !  Posted by Picasa

Svefnpurka aldarinnar !

Steingrímur ætlaði bara ekki að vakna í morgun ! Ég vaknaði við vekjaraklukkuna kortér í átta og þá lá hann enn steinsofandi ! Og þegar ég kom með morgunmatinn var hann ekki alveg til í að eyða orku í að borða ! En lyfin og morgunmaturinn fóru loks sína leið, og þá urðu sumir hressir. Það var blaðrað og hnoðast um og leikið sér í allan morgun :-) Þegar kom að hádegismat var herrann settur í rúmið með dót og hann horfði móðgaður á mig þegar ég setti hann þar :-) Hann vildi halda áfram að hnoðast með mér inni í stofu. Hann var ekki sérlega duglegur að borða hádegismatinn, en ég kom þó einhverju í hann. Svo um klukkan eitt steinsofnaði ungi maðurinn aftur, alger svefnpurka í dag !!

Friday, October 21, 2005


Sofandi í nýja rúminu :-) Posted by Picasa


Bósi gerist vinalegur :-) Posted by Picasa


Hahahah, fyndna Svava Posted by Picasa


Híhí, það er hundur að kyssa mig ! Posted by Picasa

Hundaafmæli og nýtt rúm :-)

Ég sótti Steingrím í Mosó í dag og brunaði beint með hann til Steinku systur. Hún var að halda upp á 2 ára afmæli Freyju. Og nei, Freyja er ekki barn, hún er gulur, afar fjörugur hundur :-) Þegar við komum var hún ekki sorgmædd, og enn glaðari varð hún þegar ég gaf henni harðfisk í afmælisgjöf :-) Hún kyssti líka Steingrím til hamingju með afmælið hans :-) Herrann var ekki spenntur fyrir kvöldmatnum, en borðaði þó hálfa kartöflu stappaða í sveppasósu. Hann fékk svo mjúka mjólkurafurð til að fylla magann og var sáttur við það. Síðan töltum við upp að spjalla og horfa á fréttir. Mamma var líka þarna í afmælinu, og þegar við sátum í sófanum fór hún að spjalla við Steingrím og strjúka á honum vangann. Steingrímur hallaði þá höfðinu í lófann á henni og hélt svo um hendina. Afar huggulegt, greinilegt að ekki var leiðinlegt að fá gælur frá "ömmu". Síðan kom Bósi í pössun. Bósi er eiturhress hvolpur sem er nágranni Steinku og Freyju. Honum fannst ekki slæmt að vera kominn í pössun og vildi spjalla við alla, líka Steingrím :-) Svo Steingrímur fékk 2 hundakossa þetta kvöldið :-) Svo var haldið heim á leið og lítill þreyttur gaur lagður til svefns í nýja rúminu. Þetta er fínasta rúm, og miðað við hve snöggur hann var að sofna hlýtur það að vera í lagi. Jæja, best að sofna, sumir munu vakna SNEMMA !

Wednesday, October 19, 2005


Með afmælishatt Posted by Picasa


Afmælisprins ! Posted by Picasa


Gott að fá hressandi eplasafa Posted by Picasa


Að skoða gjafirnar Posted by Picasa

Tuesday, October 18, 2005

STEINGRÍMUR PÁLL ER ORÐINN TVEGGJA ÁRA !

Þann 14. október varð herra Steingrímur tveggja ára !! TIL HAMINGJU !!! Bara til að sýna okkur hvað hann er orðinn stór er hann búinn að taka heilmiklum framförum í að skríða undanfarnar vikur. Hann skreið þvert yfir herbergið á Lyngási til að elta pakkninguna utan af Krakkalýsi, sem honum finnst alveg æðislega flott :-) Duglegur strákur, haltu áfram á þessari braut ! Á sunnudaginn var haldið upp á afmælið og var það mikil veisla. Steingrími þótti eiginlega nóg um öll lætin, en var verulega ánægður með afmæliskökuna sem hann hámaði í sig. Hann kemur til mín næstu helgi og þá verður brallað eitthvað skemmtilegt :-)