Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, September 30, 2006


Group hug ! Posted by Picasa


Hnoðast hjá Sigrúnu Posted by Picasa


Kúrikarl Posted by Picasa


Við músin horfum á sjónvarpið Posted by Picasa


Gólfæfingar Posted by Picasa


Sofandi hjá Sonju Posted by Picasa

Tárvott afmæli og afslappað kvöld

Steingrímur borðaði vel af hádegismatnum, át kúffullan disk ! Ekkert lystarleysi að plaga menn lengur :-)) Við brunuðum svo á Selfoss klukkan rúmlega hálf tvö. Við fundum húsið hennar Sonju með hjálp Gunnu, en vorum fyrst búin að villast aðeins um bæinn ! Við fengum okkur köku um leið og inn var komið og Steingrímur hesthúsaði heilli sneið af skúffuköku. En um leið og síðasti bitinn fór inn fyrir varirnar steinsofnaði hann. Hann var því lagður inn í rúmið hennar Sonju. Eftir uþb. 30 mínútur heyrðist skerandi grátur. Ég hljóp til og var unginn þá vaknaður hágrátandi. Hann grét í amk 40 mínútur en þá fann Sonja snuð handa honum og þá gat hann loksins slakað á. Afmælið fór því fyrir ofan garð og neðan en hann náði amk að sýna þeim áður en hann sofnaði hve duglegur hann er í göngugrindinni. Því miður eru engar myndir úr afmælinu þar sem gráturinn tók upp allan tímann :( En svo brunuðum við í bæinn. Og þá uppgötvaði ég við Litlu kaffistofuna að ég gleymdi pokanum með bleyjunum og bleyjuþurrkunum á Selfossi ! Þar sem lítið var eftir af bleyjum heima skelltum við okkur í Bónus. Steingrímur var þá kominn í glimrandi skap og hló og brosti meðan við biðum eftir afgreiðslu :-) Svo fórum við heim og fengum Sigrúnu og Víði Davíð son hennar í heimsókn. Steingrímur borðaði kvöldmat og fékk svo að hanga með okkur í stofunni þangað til að kominn var tími á að fara í háttinn. Víðir gáði að honum reglulega og gat fljótlega sagt okkur að litli herrann væri sofnaður. Hann sefur vonandi vært í nótt :)


Enninu nuddað upp við rúmkantinn Posted by Picasa


Tvö mjög syfjuð ! Posted by Picasa


Hættu þessum myndatökum og náðu í morgunmat ! Posted by Picasa


MMm, syfjaður í morgunsárið Posted by Picasa


Svefnstellingar eru oft ansi flottar Posted by Picasa

Stuðbolti í morgunsárið

Steingrímur svaf vel í nótt, var bara aðeins að skæla upp úr svefni upp úr kl. 6 en þá kippti ég honum bara upp í rúmið mitt og hann svaf eins og engill í fanginu á mér til kl. 7:30. Ég hafði til hafragraut en gaf þeim stutta smá kókómjólk til að hressa sig. Hann gersamlega hreinsaði hafragrautsdiskinn, var meira að segja til í smá epli í viðbót ! Við erum svo bara búin að skottast hér, ég skipti um á kanínubúrinu og ryksugaði smá, Steingrímur búinn að tromma á kistunni og leika sér með ferðarúmið. Stóð upp við það og nuddað enninu við brúnina :-) En nú er hádegismatartími ! Meira síðar :-)

Friday, September 29, 2006


Beðið eftir nýrri bleyju :D Posted by Picasa


Minn maður tók smá göngutúr í löbbunni til að sýna Svanhildi og fjölskyldu dugnaðinn Posted by Picasa


Hver er að læðast út á svalir ?? Posted by Picasa


Herrann nýhættur að róta í blómakerinu í vinnunni. Vildi ekki nást á mynd við það :D Posted by Picasa


Sko mig :) Posted by Picasa


Stoltur að labba í Rjóðrinu :D Ég skrapp og heimsótti hann þar á miðvikudaginn fyrir rúmri viku. Hann var í góðu stuði og labbaði með mig um allt. Posted by Picasa

Læst úti en komumst loksins heim !

Ég sótti Steingrím á leikskólann einmitt þegar að fóstran ætlaði með hann út. Hann varð ekki ánægður með það, fór að skæla þegar hann var settur í kerruna. Það lagaðist strax og komið var út í bíl. Við brunuðum svo niður í vinnu þar sem fólk kom og heilsaði upp á herrann. Öllum fannst gaman að sjá hvað hann var duglegur orðinn að labba þegar haldið er í puttana :-) Steingrími sjálfum fannst svalirnar og svalahurðin mest spennandi.. kemur á óvart - NOT. Þar sem ég var nú læst úti þurfti ég að nálgast aukalykil hjá mömmu til að komast heim. En mamma var bara ekki heima og ekkert á leiðinni heim virtist vera ! Við brugðum okkur því í heimsókn til Svanhildar og fjölskyldu. Þau sátu úti á tröppum í góða veðrinu. Við Steingrímur ákváðum að sýna þeim hvað gaurinn er orðinn duglegur og hann gekk eins og herforingi í löbbunni fyrir þau. Steinari og Óla fannst labban mjög spennandi og Óli fékk aðeins að prófa. Mamma hans sagði mér að um daginn lá Óli á gólfinu og gerði mjaðmahnykki og sagði svo: Steingrímur gera svona :-) Óli er svo duglegur að hann getur alveg sagt Steingrímur :-) Svo fórum við í gönguferð um Hlíðarhverfið með fjölskyldunni og stoppuðum aðeins á Klambratúni. Jæja, við fórum svo í búð og héldum svo heim á leið til að finna annað sett af aukalyklum fyrst mamma kom aldrei heim ! Helga lumaði á lyklum og við komumst loksins inn :-) Herrann hámaði í sig kvöldmatinn og brosti ánægður þegar hann sá kókómjólkina á borðinu :-) Ólafur og Helga nágrannar mínir fengu að koma inn og heilsa upp á hann eftir matinn og þeim fannst hann orðinn ekkert smá duglegur að labba ! En nú liggur herrann í rúminu og umlar værðarlega. Virðist alveg vera að detta inn í draumalandið. Á morgun leggjum við land undir fót og förum í afmæli !