Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, October 21, 2007



Eyrún tékkar á hárinu á Steingrími :-)


Í labbitúr með Sif


Prófar græna stólinn hennar Sifjar

Ágætur sunnudagur

Steingrímur vaknaði um kortér yfir sex, hágrátandi. Hann grét til klukkan hálf átta en þá borðaði hann góðan morgunmat og var í nokkuð góðu skapi um morguninn. Ég keypti annan Gríms plokkfisk í Bónus í gær og viti menn, herrann át allan bakkann aftur !! Hlýtur að vera í vaxtarkipp eða eitthvað. Við vorum svo eitthvað að dóla okkur hér fram til kl. hálf þrjú, þá sofnaði unginn skyndilega. Hann vaknaði aftur um hálf fjögur, háskælandi. Við fórum svo í heimsókn til Sifjar og fjölskyldu. Eyrúnu litlu leist ágætlega á hárið á Steingrími og var aðeins að handleika það. Unginn fékk smá Frissa fríska að drekka og fór í gönguferðir um íbúðina með mér og Sif. Svo var haldið heim á leið og eldaður lax í korma sósu. Steingrímur borðaði heilan disk :-) Hann var svo á röltinu fram til rúmlega hálf níu, þá var honum skellt í rúmið. Hann sofnaði um níu leytið og sefur eins og engill :-)

Saturday, October 20, 2007


Á töltinu



Steinku stýrt í að moka köku í munn


Hnoðast og hnoðast !!!



Klifrað upp í sófa



Slappað af eins og bara gæjar kunna

Herrann vaknaði kl. hálf sjö og var úrillur framan af morgni. Þegar kom að hádegismatnum skreið hann á eftir mér inn í eldhús, reisti sig upp við stólinn og horfði á mig ákveðnu augnaráði - settu mig í stólinn kona og gefðu mér að borða !!! Enda borðaði minn maður nóg, heilan bakka af Gríms plokkfisk, enn og aftur ! Greinilegt að þetta fellur í kramið hjá mínum :D Eftir hádegið brugðum við okkur í heimsókn til mömmu þar sem Steingrímur skemmti sér við að klifra upp í sófann og hnoðast þar :-) Þar á eftir heimsóttum við Steinku systur og þar fékk karlinn blauta kossa frá Freyju hundi sem vildi endilega vera góð við hann. Steingerður bauð honum upp á köku og var því vel tekið - hendinni á henni var stýrt upp að munninum á honum :D Svo var brunað heim og ég eldaði kvöldmatinn. Aftur var minn mættur í eldhúsið tilbúinn við stólinn og aftur var borðað vel. Eftir matinn vappaði hann um alla íbúð fram og til baka, nema inn í herbergið hennar Hildu, það er svo skrítið að hann fer aldrei þangað inn ??! Um klukkan hálf níu var hann að bisast við stofuborðið við hliðina á mér og lagðist svo í gólfið. Hann hreyfði sig svo ekkert og ég lít niður - minn er bara steinsofnaður :D Eins gott að hann var kominn í náttfötin og tilbúinn fyrir nóttina :D Sefur núna sætt og vært.

Friday, October 19, 2007


Orðinn dálítið sybbinn


Herrann var að söngla fyrir okkur


Spjallað við Sindra


Sæti karl hjá Sonju

Sprækur strákur á Selfossi

Þegar ég kom að sækja Steingrím í leikskólann fór ég að heyra í honum langt að. Hann stóð á orginu þegar ég kom inn á deildina og hætti reyndar ekki að gráta fyrr en við vorum komin langleiðina upp í Mosó að sækja dótið hans. Hafði verið vakinn af værum blundi og var ekki sáttur. Við brunuðum svo á Selfoss eftir að pabbi hafði aðeins heilsað upp á litla mann. Þar borðuðum við og kíktum á yndislegu nýfæddu dóttur hennar Sonju vinkonu. Steingrímur var bara hress, kannaði húsið og lék sér aðeins að dótinu hans Sindra. Er orðinn ansi skæður, fór að sjónvarpsskenknum og ætlaði að sópa niður hátölurunum ! Músin sofnaði svo vært um níu og svaf eins og steinn alla leiðina heim í bílnum og alveg upp í rúm. Sefur enn sætt og vært :-)