Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, January 29, 2006


Þreyttur karl sofnaði í fanginu á mér Posted by Picasa


Klifurdýr Posted by Picasa


Híhí, gaman að skríða Posted by Picasa

Lítill kvefaður karl í næturgistingu

Ég sótti Steingrím Pál í Mosó og hann var bara mjög kátur með að komast út. Spriklaði svo mikið þegar ég ætlaði að spenna hann í bílinn að ég varð hreinlega að slást við hann til að geta fest hann :-) Á leiðinni heim sofnaði hann og tók sér um hálftíma blund. Hann vaknaði hress en var ekki spenntur fyrir kvöldmatnum, það kostaði blóð, svita og tár að koma í hann nokkrum skeiðum. Síðan lék hann sér inni í stofu, reyndi að standa upp við borðið og skattholið :-) Kanínan kíkti aðeins á hann en hún varð hrædd þegar hann fór að blaðra, flúði út í horn og stappaði niður fótunum. Litli karl varð syfjaður um hálf tíu, kúrði sig í fanginu á mér og sofnaði þar. Í fyrramálið fer hann í pössun til ömmu, en í nótt lúrir hann í mínu rúmi :-)

Sunday, January 22, 2006

Heimsóknir eftir hádegi

Við Steingrímur skelltum okkur í smá heimsókn til Kristínar Önnu vinkonu eftir að hann hafði tekið sér lúr eftir matinn. Hann kíkti aðeins á borðið hennar og reyndi að reisa sig upp við það. Var fyndið að sjá litla fingur birtast við borðbrúnina :-) Síðan fórum við í heimsókn til Kötu vinkonu að skoða litlu stelpuna hennar sem fæddist í desember. Steingrímur skreið um gólfið og skoðaði sig um, svo kom mamma hans og þá settist hann hjá henni og fékk knús :-) Eftir spjall og veitingar hélt Steingrímur heim á leið með mömmu, vonandi fyrirgefur hann mér allan augnþvottinn um helgina !


Mmmmmmm, safi :-) Posted by Picasa


Boltafimleikar :-) Posted by Picasa


Fimleikar ! Posted by Picasa

Góður hádegismatur !

Jæja, litla músin sofnaði um klukkan hálf tíu í gær. Hann svaf dálítið órólega, hóstaði nokkuð og rumskaði nokkrum sinnum skælandi. Því var samt hægt að redda með snuddunni, og svaf hann til klukkan 7:20. Hann var frekar hress um morguninn og borðaði hafragraut með banana og lyf án mikilla vandræða. Hann var samt frekar rólegur eftir matinn, lá mest á bakinu og faðmaði röndótta púðann minn sem honum finnst svo skemmtilegur. Hann sofnaði kl. 10 og svaf í um 40 mínútur. Hann vaknaði mjög hress og spjallaði heilmikið við mig fram að hádegi. Í hádegismat fékk hann eggjastöppu með gulrótum og brokkolí, og viti menn, minn maður borðaði heilan disk !!! Þetta er persónulegt met, hann hefur ekki borðað svona vel í fleiri mánuði :-) Hann svolgraði svo í sig safa með, sem er nú gott því ekki hefur gengið nógu vel að fá hann til að drekka nóg. Nú er hann að leika sér að perlurennibrautinni og er sáttur við lífið :-)

Saturday, January 21, 2006


Svaka stuð :-) Posted by Picasa


Z-z-z-z Smá lúr í bílnum Posted by Picasa


Hahahaha ! Gaman í Bólstaðarhlíð Posted by Picasa


Uppistand Posted by Picasa


Hnoðast í rúminu Posted by Picasa

Slappur framan af en er óðum að hressast :-)

Ungi maðurinn svaf eins og steinn í alla nótt þrátt fyrir aðvaranir foreldra hans um að hann myndi vakna :-) Ég vaknaði hinsvegar tvisvar við það að hann hló í svefni :-) Hann vaknaði um kl. 7:20 og var frekar slappur. Borðaði ekki vel af morgunmatnum en það tókst samt að koma lyfjunum niður, m.a. hvítu töflunni í heilu lagi :) Síðan þegar ég reyndi að setja hann á gólfið frammi fór hann að kvarta þar til ég tók hann upp. Prófaði að setja hann í rúmið með dót, ekkert gaman. Endaði á því að hann lá eins og skata hjá mér uppi í rúmi, skoðaði bæklinga og tölvuna, en vildi eiginlega ekkert hreyfa sig. Hann lagði sig svo um kl. 10 og svaf í um 45 mínútur. Hádegismaturinn gekk svona la la, en hann borðaði eina og hálfa brauðsneið með skinkusalati og smá banana. Eftir matinn skelltum við okkur í Bónus að versla bleyjur og fórum svo niður í Bólstaðarhlíð að sækja kanínuna. Við stöldruðum við hjá mömmu/ömmu og Steingrímur lék sér þar á gólfinu. Síðan var haldið heim á leið og nú erum við að fara að borða kjötkássu. Steingrímur er mun hressari núna í kvöld, hlær og leikur sér, verður vonandi gráðugur í matinn :D

Friday, January 20, 2006


Að reyna að standa upp :-) Posted by Picasa


Stendur sperrtur, svaka duglegur :-) Posted by Picasa


Hmmmm, Charmed er bara spennandi. Dálítið klístruð augu með dropum í ! Posted by Picasa

Lítill svekktur karl !

Herra Steingrímur kom hingað steinsofandi, og var alls ekki sáttur við það að vera vakinn aftur. Hann vældi afar svekktur, og hélt áfram að kvarta í langan tíma, þrátt fyrir snuddu og knús. Þegar kom að matnum vildi hann nær ekkert borða og varð aftur frekar sár. Með þolinmæði og nokkurri fyrirhöfn tókst að koma í hann brauði, lifrarpylsu og kartöflum, og lyfjunum í bland við smá jógúrt. Ekki var það til að kæta hann þegar ég þvoði svo augun á honum og setti dropa í augun. Við fórum svo inn í stofu og horfðum saman á Charmed. Herrann fyrirgaf mér þá loksins, og fékk að standa við borðið og leika sér í sárabætur fyrir allt. Hann var svo lagður inn í rúm með nokkrum böngsum um kl. 10, og fór strax að reyna að standa upp í rúminu. Það gekk bara vel :-) Hann sofnaði aftur um hálf ellefu, spennandi að sjá hvort hann sofi í alla nótt !