Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, August 28, 2005

Kringluferð og önnur kríli

Steingrímur var ekkert smá hress í morgun :-) Eftir morgunmatinn vorum við að kúra uppi í rúmi og þá velti hann sér að mér svo vangi lá að vanga. Þá knúsaði ég kinnina á honum og hann fór að skellihlæja :-) Síðan sneri hann sér frá og sneri sér svo að mér aftur, aftur knúsaði ég hann og aftur skellihlátur. Þetta endurtók hann aftur og aftur, og ég hef aldrei heyrt hann hlæja svona mikið. Bara frábært !! Hilda vaknaði upp úr ellefu og kom og kíkti á okkur. Í hádegismat var grillað ostabrauð og hafragrautur með banana. Allt hvarf ofan í munninn án vandræða. Eftir hádegið skelltum við okkur í Kringluna en Steingrímur svaf eins og steinn allan tímann. Við skelltum okkur næst í heimsókn til Örnu Aspar sem var í stuði þrátt fyrir kvef. Steingrímur kannaði dótið hennar vel, m.a. nýja hljómborðið. Þvínæst skruppum við á róló með Óla og fjölskyldu. Svanhildur systir var að lesa Fréttablaðið, en Steingrímur vildi endilega fá að glugga í það líka. Áður en Svanhildur vissi af var búið að rífa hornið á blaðinu og krumpa saman öftustu síðurnar :-) Hann prófaði rólurnar með Hildu, og fékk að labba ofan á múrvegg með minni aðstoð. Óli kom og spjallaði aðeins við hann, og þegar Óli lét skófluna sína í hendur mömmu sinnar var Steingrímur fljótur að stela henni :-) Svo var farið í Möðrufellið og leikið með dót. Það er samt eitt sem er í uppáhaldi eins og áður, það er IKEA rúllupúðin bleikröndótti, sem er faðmaður á hverjum degi :-) Gaurinn var þreyttur eftir daginn og náði að sofna áður en pabbi kom að sækja hann. Þegar pabbi birtist og fór eitthvað að hræra í honum vaknaði hann með andfælum, dauðhrökk í kút. Hann jafnaði sig fljótt í pabba fangi og lagði vangann að andlitinu á honum. Gott að vera kominn til pabba síns :) Þetta var frábær helgi enda ungi maðurinn eldhress. Hlakka til að sjá hann næst, vonandi enn hressari :-)


á róló með Hildu Posted by Picasa


Fimleikakarl ! Posted by Picasa


Hjá Örnu Ösp Posted by Picasa

Farið í berjamó og til Grindavíkur

Eftir hádegið skelltum við Steingrímur og Hilda okkur í berjamó með Steinku, Möggu, mömmu og Guðlaugu. Við fórum að Selatöngum á Reykjanesi. Veðrið var æðislegt, hlýtt og kyrrt. Það var allt fullt af risaberjum allsstaðar og við borðuðum slatta auk þess sem við týndum. Steingrímur fékk að smakka en gekk ekki vel að borða berin svo hann varð að láta sér nægja að háma í sig skyr sem var tekið með í nesti. Eftir að allar dollur voru fylltar var haldið til Grindavíkur. Þar borðuðum við á sjávarréttaveitingastað sem heitir Brim. Við fengum sveppasúpu með brauði í forrétt og skötusel í rjómasósu í aðalrétt. Steingrímur var ekki mjög hrifinn af súpunni úr skeið, en þáði brauðbita vætta í henni í staðinn. Hann borðaði einnig brauð með smjöri og skötusel. Svo var brunað heim á leið og við Magga sungum hástöfum með Pottþétt 70's diskunum mínu. Steingrímur hló aðeins að okkur og tók svo undir :-) Búinn að hjala nær stanslaust í dag, er allt annar maður núna eftir að leiðindalyfið fór. Rétt fyrir heimkomu sofnaði hann í bílnum, og það leiddi til þess að hann var í stuði þar til klukkan hálf ellefu. En svefninn sigraði að lokum :-)

Saturday, August 27, 2005


Veðrið var gott í Grindavík, fínt að setjast niður og fá smá knús :-) Posted by Picasa


Úti að borða á veitingastaðnum Brim Posted by Picasa


Steingrímur fær skyr við Selatanga Posted by Picasa

Syfjaður í morgun

Steingrímur sofnaði ekki fyrr en klukkan hálf tólf í gærkvöldi. Hann vaknaði hinsvegar klukkan sjö og var bara ansi hress. Eftir morgunmatinn fór hann að leika, en rétt um hálf níu lagðist hann niður og steinsofnaði !! Hann svaf alveg til klukkan 10, þá potaði ég í hann, en hann var í amk kortér að vakna almennilega, kúrði sig niður og lokaði augunum aftur og aftur. Hilda kom og spjallaði við hann og kvartaði svo yfir því að hafa aldrei heyrt hann hlæja. Það varð að bæta úr því, og eftir að hafa leikið "hræra í bumbu" fór minn maður að skellihlæja. Hann setti svo stút á munninn og sagði ho ho ho nokkrum sinnu, lítill jólasveinn :-) Svo fékk minn hádegismat, afgang af ýsu og svo banana í eftirrétt. Hann stökk á bananann og beit strax af honum stóran bita, greinilegt að bananar eru vinsælt snakk :-) Heill banani ofan á ýsuna, maður er bara svangur þessa dagana !!! Erum að fara svo á flandur.


Hilda og gaur slappa af Posted by Picasa

Friday, August 26, 2005

Hann sagði VAVA !

Jæja, herra Steingrímur er kominn aftur :-) Og í þvílíku stuði !!! Ég fékk hann afhentan steinsofandi þannig að þegar heim kom og hann vaknaði var hann auðvitað mjög ferskur :-) Hann hámaði í sig pasta með tómatsósu sem Hilda eldaði, og fékk sér líka ýsu í mexíkósósu hjá mér. Ekkert meira lystarleysi, nei nei. Hann lét líka vita þegar hann var búinn að fá nóg, greip í skeiðina og ýtti henni lengst í burtu. Svo fór hann að glugga í Birtu, blaðið sem alltaf kemur á föstudögum. Á forsíðunni var Vala Matt í sítrónugulum jakka. Steingrímur horfði á hana, svo fór hann að glotta, þá að flissa og loks að hlæja. Hahahah, alveg sammála, hún er ferlega asnaleg í þessum gula jakka :-) Hann var nú samt ekki búinn með Völu, hann reif kápuna af blaðinu, hélt Völu á loft og krumpaði hana svo aftur og aftur yfir andlitið á sér. Rétti aðeins úr henni á milli og kíkti á hana, bara að sjá hvort hún væri enn svona kjánaleg :-) Svo fór minn að babla á fullu, mamama, papapa. Síðan velti hann sér til mín og sagði: VAVA ! Yes ! Besta orð í heimi ! Steingrímur, douze points ! Hann er síðan búinn að spjalla nær stanslaust, og m.a. áðan hvíslaði hann: mama, mama, lágri röddu :-) En hann er ekkert sybbinn, onei. Liggur og hlustar á spiladós milli þess sem hann sest upp og leikur sér. Gaman að toga í Svövuhár t.d. Hildu hár fékk smá meðferð líka fyrr í kvöld, og puttarnir hennar líka :-) En nú ætla ég að fara að syngja fyrir gæjann og gá hvort hann sofnar ekki, hann hugsar kannski að best sé að sofna til að losna við óhljóðin :-)


Þessi Vala Matt er ferlega hallærisleg ! Posted by Picasa


Best að skoða þetta betur Posted by Picasa


Nei, ég er ekkert með Völu á heilanum, ég er bara að skoða textann á forsíðunni ! Posted by Picasa