Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, July 19, 2009

Á Þingvöllum














Ferð um Hvalfjörð, Þingvöll og rjómapönsur í lokin :)

Steingrímur vaknaði rétt fyrir sjö og var frekar fúll. Hann hresstist aðeins eftir morgunmatinn en var frekar grumpy fram til tíu. Þá komu Doddi og Kristín Anna í heimsókn og hresstu okkur við. Eftir hádegismatinn fórum við svo öll í smá ferð. Við keyrðum upp í Hvalfjörð og beygðum svo inn Kjósarskarðsveg. Þar skoðuðum við litla sveitakirkju á Reynivöllum. Þvínæst var brunað að rústunum af Valhöll á Þingvöllum. Steingrímur skoðaði klónna á gröfunni sem sá um niðurrifið afar vandlega. Svo röltum við að Þingvallakirkju og skoðuðum kirkjugarðinn. Einhver athöfn var í gangi í kirkjunni svo við gátum ekki kíkt á hana. Steingrími fannst erfitt að labba eftir göngustígnum meðfram ánni og gekk á tímabili eins og krabbi :) Eftir að ég bakkaði næstum út í Öxará tókst okkur að koma lifandi heim til Kristínar. Hún bakaði pönsur og við hámuðum í okkur rjómapönnsur með rabbabarasultu, fullkominn endir á góðum degi :) Við Steingrímur héldum síðan heim á leið og herrann fékk sér kvöldmat. Hann var svo sóttur af fjölskyldunni og fannst greinilega ekki leiðinlegt að hitta þau aftur :)

Saturday, July 18, 2009







Gaman um borð :)














Skipið kannað fyrir brottför (nösin boruð líka)


Sigling um Breiðafjörðinn

Steingrímur vaknaði um sexleytið og var frekar súr. Hann hresstist samt eftir hafragrautinn og fór svo á sína elskuðu mottu. Hann fékkst ekki til að vera neins staðar annarsstaðar ! Um hálf ellefu lögðum við af stað upp á Snæfellsnes. Ferðin gekk vel og Steingrímur var í góðu skapi, sönglaði og smellti fótunum upp á höfuðpúðann á framsætinu :) Þegar komið var í Stykkishólm fengum við okkur samlokur og safa. Sumir reyndu ítrekað að stinga af, ég prófaði að labba á eftir honum til að sjá hversu langt hann myndi ganga og hann ætlaði sér bara að labba einn niður á höfn ! Siglingin hófst kl. 14:30 og fljótlega kom í ljós að litla herra fannst þetta mjög gaman. Hann hló og hló, klappaði saman lófunum og æddi um allt skip. Veðrið var frábært og eyjarnar skörtuðu sínu fegursta. Við sáum örn, lunda, skarfa og fýla í tonnavís. Steingrímur fékk að kíkja á skeljarnar og ígulkerin sem komu upp þegar sleði var dreginn á eftir skipinu og fannst það frekar ógeðslegt allt saman. Þegar í land kom var svo brunað í bæinn eftir bleyjuskiptingu í mjúku grasi og glampandi sólskini. Steingrímur var alveg jafn hress á bakaleiðinni og naut greinilega ferðarinnar. Þegar heim kom fékk hann uppáhaldið sitt, plokkfisk og borðaði allan bakkann án þess að stoppa einu sinni. Svo var farið í náttföt og gaur gerður tilbúinn í rúmið, hann steinsofnaði svo 10 sekúndum eftir að hann var lagður á koddann, þreyttur eftir langan en spennandi dag.

Friday, July 17, 2009

Herrann á töltinu í Borgartúninu, prófandi stóla og bása














Lítill heilbrigðisfulltrúi

Herra Steingrímur mætti til vinnu hjá Umhverfissviði í dag. Hann kom til mín um þrjúleytið og þótti ekki leiðinlegt að skoða staðinn. Fullt af göngum, básum og sniðugum stöðum! Og skápum og listum til að halla sér upp að. Hann fékk að prófa skrifstofustólinn hennar Magneu og hamraði aðeins á lyklaborðið hennar :D Gott að fá svona mini heilbrigðisfulltrúa að vinna með sér af og til :D Eftir vinnu skruppum við í Bónus og brunuðum svo heim á leið. Veðrið var svo gott að ég settist út á svalir. Steingrímur vildi ekki sjá að vera á svölunum og var snöggur að koma sér inn og setjast á mottuna. Ég ákvað að vera með óhollnustu í kvöld og sauð pylsur handa okkur. Unga manninum fannst það ekki slæmt, borðaði eina og hálfa pylsu og brosti og hló allan tímann. Hann hló líka stanslaust meðan skipt var á honum og hann klæddur í náttfötin, hætti bara þegar tannburstinn birtist á svæðinu. Liggur nú og syngur sæll í rúminu, virðist á hraðri leið inn í draumalandið :)