Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Monday, June 05, 2006


Eva stóra systir að leika með Playmo Posted by Picasa


Upp með hendur ! Posted by Picasa


Heehe, eins og pínu vandræðalegur á svipinn, yfir því að vera með svona gellu hjá sérPosted by Picasa


Með Ungfrú heim, er jafngóður henni í að pósa :-) Posted by Picasa


Hress og kátur piltur,var að kíkja á plánetur sem eru málaðar í loftið. Posted by Picasa


Mmmm, Svali Posted by Picasa


Krullugaur :-) Posted by Picasa

Skemmtilegur dagur með Steingrími og fjölskyldu :-)

Jæja, í dag fékk ég loksins að hitta litla herramanninn minn. Ég fékk að fljóta með fjölskyldunni á sumarhátíð hjá Rjóðrinu. Það var mikið fjör á staðnum og margir gestir. Fyrrum Idol keppandi spilaði og söng, töframaður sýndi listir sínar og Ungfrú heimur kom í heimsókn. Boðið var upp á pylsur, nammi og drykki fyrir gesti. Allir fengu sér af þessum veitingum, nema ég og Júlíana sem alltaf töluðum um að "stela" okkur af þeim :-) Steingrími langaði nú lítið í hressingu, drakk smá svala en lét þar við sitja. Það var mjög gaman að skoða aðstöðuna þarna. Mikið er gert fyrir börnin, herbergin eru fín og skemmtileg stemning sköpuð með seríum. Í setustofunni var eitt stærsta flatskjássjónvarp sem ég hef séð ! Ekki slæmt fyrir krakkana að horfa á myndir í þessu sjónvarpi, bara næstum eins og að vera í bíó ! Ungfrú heimur sat fyrir á mynd með Steingrími, var nú ekki spurning hver var sætari á myndinni ;-) Eftir þetta skruppum við til ömmu gæjans þar sem Sigga móðursystir hans var fyrir og var kát að hitta hann. Sá stutti sýndi sig með því að standa í pínustund án þess að halda sér í. Hann varð svo aðeins of þorinn þegar hann fann að Sigga frænka studdi við hann og lét sig bara pompa aftur á bak í hendurnar á henni ! Svo þurfti nú að halda heim á leið og borða kvöldmatinn, ég varð því að kveðja kútinn og fjölskylduna. En við hittumst aftur von bráðar.