Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, June 29, 2008



Horft á EM úrslitaleikinn



Lífið er stundum erfitt


Þessi alvarlegi maður kom og vildi láta halda á sér þegar ég var á klóinu


Stungið af þegar ég fór með ruslið



Kominn hálfur undir kommóðu

Órólegur dagur

Herrann vaknaði fyrst kl. 4, en það tókst að svæfa hann aftur svo hann svaf til kl. kortér í sjö. Hann borðaði vel af morgunmatnum og fór svo á röltið. Þegar leið að hádegi fór hann að verða órólegur og vildi ekki borða. Við fórum svo í Smáralindina með Svanhildi systur og þar fékk ég hann til að borða smá. Við fórum svo heim og þá varð hann enn órólegri. Eftirmiðdagurinn var honum því fremur erfiður. Það tókst að fá hann til að borða smá en hann var vælinn allan matinn. Síðan fór hann að sofa en er afar óvær. Eitthvað virðist því vera að plaga litla snúð :( Vonandi verður hann hressari á morgun.

Saturday, June 28, 2008



Ég vil ekki láta þurrka mér !!!


Úfinn kollur í baði



...þá er nú gott að fá einhvern til að draga sig í land :)


Ís er alveg ágætur, en maður getur ekki klárað heilan ís einn..


Skurðgröfur er leiðinlegar !



Þessar brýr eru svo skemmtilegar :D


Einn að hífa sig upp á næsta pall


Gæjalegur í klifurkastala


Hæstánægður í kerrunni

Skroppið í Húsdýragarðinn og farið í bað

Steingrímur vaknaði kl. 3:50 :( Mér tókst að fá hann til að liggja rólegan til hálf fimm, svo reif hann sig á fætur. Hann borðaði mjög mikið um morguninn og var bara hress fram til ellefu. Þá lagði hann sig í hálftíma. Hádegismaturinn var ýsa með kartöflum og hann hvarf hratt ofan í snáðann. Eftir hádegið fórum við í Húsdýragarðinn. Steingrímur var aðeins óviss með sig og krafðist þess að ég labbaði um með honum. Gott að halda aðeins í puttann :) Hann fór í sjóræningjaskipið og kíkti meira að segja á gröfurnar. Honum leist svo ekkert á lætin í þeim :) Honum fannst mjög skemmtilegt að keyra um og hló svo hátt og var það hávær að það fór ekki á milli mála að hann var á staðnum ! Við fengum okkur ís en gaurinn náði ekki að klára sinn. Þá kom hjálpsöm kisa og vildi endilega aðstoða við að klára :D Þegar heim kom skellti snáðinn sér á svalirnar en var það þreyttur er kom að kvöldmat að hann borðaði frekar lítið. Svo skellti ég honum í bað. Fyrst leist honum ekkert á þetta en róaðist svo niður. Svo þegar ég fór að þvo honum var greinilegt að hann grunaði mig um að ætla að drekkja honum því hann hélt þéttingsfast í hendurnar á mér á meðan :D Honum fannst hundleiðinlegt að láta þurrka sér en hló og flissaði þegar hann fékk nýja bleyju. Sofnaði kortér í átta og sefur sætt :)

Friday, June 27, 2008


Cuteness factor off the charts!
Nú er búið að merkja púðann nb :)


Kíkt á mannlífið frá svölunum



Sérstök tækni við að fara inn af svölunum :D


Skuggaleikur á svölunum


Sætastur :)


Höfum það kósí í sólinni



Nýtur ferska loftsins


Spáð í hlutina á leikvellinum

Tjúttað úti í garði

Í sól og sumaryl

Músin var í góðu skapi þegar ég sótti hann á leikskólann. Ég var samt vöruð við því að hann væri nokkuð þreyttur. Þegar heim kom þurfti ég að vaska upp og kom þá ungi maðurinn og vildi endlega láta taka sig upp. Ég setti því uppvaskið í 4. gír og kláraði á mettíma. Skömmu síðar var ég komin með knúsíkarl í fangið :D Svo skelltum við okkur út í garð. Steingrímur naut sín í sólinni en nennti ekki að labba mikið um, vildi helst setjast hjá mér og hafa það gott í grasinu. Við tókum smá sprett saman í rólunni, það var ekkert leiðinlegt að hans mati. Þegar hann var búinn að fá nóg vappaði hann sjálfur af stað inn. Ég tók úr þvottavélinni þegar inn kom og var unginn spenntur fyrir því að fylgjast með mér hengja upp. Hann hélt um lappirnar á mér allan tímann og vildi ekki sleppa :) Ég opnaði svo út á svalir til að lofta út og þá kom minn brunandi inn í stofuna og glennti upp augun þegar hann sá að opið var út. Hann tók strikið beint út á svalir og lék sér þar í hálftíma. Var afar fyndið að sjá þegar hann kom aftur inn, hann steypti sér yfir þröskuldinn með hausinn niður við gólf :) Upp úr sex var minn alveg búinn á því. Hann vildi bara láta halda á sér og var mjög lítill í sér. Ég náði að koma í hann smá kvöldmat en hann var hálfsofandi og vældi smá milli bita! Honum var svo skellt í náttfötin og tannburstaður, þegar ég brá mér á klóið kom hann og lagðist á lærin á mér, gersamlega búinn. Ég lagði hann svo í rúmið og hann var sofnaður innan nokkurra sekúndna ! Aumingja þreytti karlinn :)

Sunday, June 01, 2008



Hnoðast í sófanum enn og aftur :)



Þessi gæi er að skoða dagblaðið með mér


Ha, hvað er þetta sængurver að gera hér?


Hann stóð lengi úti í glugga og dillaði sér :)


Stráksi skoðar sig um heima hjá Sif



Horft á morgunsjónvarpið

Búðarráp og heimsókn til Sifjar

Unginn vaknaði kl. 6:10 og var í góðu skapi. Hann leiddi mig fram klukkan 7 til að fá morgunmat og borðaði ansi vel. Svo var bara chillað fram til kl. 11, þá voru sumir orðnir svo æstir í mat að ég var aftur leidd fram og þá borðaði hann 400g af ýsu í brokkólísósu!!! Eftir hádegið fórum við í Kringluna og versluðum afmælisgjöf handa Sif vinkonu. Síðan skelltum við okkur í heimsókn til hennar til að afhenda gjöfina. Steingrímur vappaði um allt og fékk eitt faðmlag frá Sif, enda ómótstæðilegur þegar hann réttir upp hendurnar :) Við fórum svo heim og slöppuðum af, minn var orðinn þreyttur og var ansi vælinn. Það voru því gefin nokkur faðmlög þar til gaurinn gafst upp og sofnaði kl. hálf átta. Lítið var borðað í kvöldmatinn en það kom ekki að sök þar sem hann borðaði fullt í kaffinu :) Sefur núna sæll og rólegur.