Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, June 27, 2008

Í sól og sumaryl

Músin var í góðu skapi þegar ég sótti hann á leikskólann. Ég var samt vöruð við því að hann væri nokkuð þreyttur. Þegar heim kom þurfti ég að vaska upp og kom þá ungi maðurinn og vildi endlega láta taka sig upp. Ég setti því uppvaskið í 4. gír og kláraði á mettíma. Skömmu síðar var ég komin með knúsíkarl í fangið :D Svo skelltum við okkur út í garð. Steingrímur naut sín í sólinni en nennti ekki að labba mikið um, vildi helst setjast hjá mér og hafa það gott í grasinu. Við tókum smá sprett saman í rólunni, það var ekkert leiðinlegt að hans mati. Þegar hann var búinn að fá nóg vappaði hann sjálfur af stað inn. Ég tók úr þvottavélinni þegar inn kom og var unginn spenntur fyrir því að fylgjast með mér hengja upp. Hann hélt um lappirnar á mér allan tímann og vildi ekki sleppa :) Ég opnaði svo út á svalir til að lofta út og þá kom minn brunandi inn í stofuna og glennti upp augun þegar hann sá að opið var út. Hann tók strikið beint út á svalir og lék sér þar í hálftíma. Var afar fyndið að sjá þegar hann kom aftur inn, hann steypti sér yfir þröskuldinn með hausinn niður við gólf :) Upp úr sex var minn alveg búinn á því. Hann vildi bara láta halda á sér og var mjög lítill í sér. Ég náði að koma í hann smá kvöldmat en hann var hálfsofandi og vældi smá milli bita! Honum var svo skellt í náttfötin og tannburstaður, þegar ég brá mér á klóið kom hann og lagðist á lærin á mér, gersamlega búinn. Ég lagði hann svo í rúmið og hann var sofnaður innan nokkurra sekúndna ! Aumingja þreytti karlinn :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home