Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, July 27, 2008



Að leika sér í stiganum



Á staðnum var fullt af fólki sem var til í að taka upp og halda á sætum herra


Að fá sér hressingu á uppáhalds teppinu


Til hvers að sitja í stól þegar hægt er að gera svo margt annað?




Tjúttað á stéttinni í garðinum !


Magga mokar köku í snáðann

Fjölskyldupartí í Kópavogi

Steingrímur svaf til kl. 6 og vaknaði í góðu skapi. Hann borðaði vel af morgunmatnum eins og ég hafði búist við, fékk bæði hafragraut og nýja krakkabananaskyrið. Við eyddum morgninum í ró en fórum eftir hádegi til Steinku systur. Við sátum fyrst úti í garði og fengum okkur köku með Möggu og Steinku systrum mínum. Steingrímur gekk beint til Möggu og settist þegar hann sá hjá henni köku og hún mokaði upp í ánægðan ungan mann :) Steingrími fannst gaman að sitja úti í garðinum og tjúttaði heilmikið á stéttinni. Reyndi líka að stinga af út á heimkeyrslu en var strax stoppaður af afskiptasömum systrum :) Þegar rokið tók að aukast og ský drógu fyrir sólu fórum við inn. Helen og Svanhildur systur mínar komu líka og vappaði gæinn á milli fólksins og snapaði faðmlög :) Hann laumaðist nokkrum sinnum í stigann en var sérstaklega hrifinn af því að vera í eldhúsinu. Við fórum heim um sexleytið og borðuðum kvöldmat. Eftir hann var sá litli orðinn þreyttur og var alveg að sofna þegar fjölskyldan kom að sækja hann um áttaleytið. Vonandi sefur hann sætt og vært í nótt :)

Saturday, July 26, 2008



Á leiðinni inn var svo gaman að sumir hreinlega dönsuðu eftir stéttinni!



Að prufa rennibrautina



Búinn að skoða húsið, best að halda áfram



Prófað að sitja einn í rólunni



Það er svo gaman úti!



Gæinn labbaði einn niður stigana á leiðinni út í garð

Chillað í garðinum

Steingrímur svaf eins og engill og vaknaði ekki fyrr en klukkan rúmlega hálf sjö. Hann var í fínu skapi og vildi strax fara á röltið. Hann borðaði tvo diska af hafragraut í morgunmat og var þá kominn með orku til að brölta um allan morguninn. Hann borðaði vel í hádeginu, ýsa með kartöflum hvað annað ? Eftir hádegið fórum við út í garð og eyddum eftirmiðdeginum þar. Steingrímur labbaði út um allt, yfir sand, gras og stétt. Hann prófaði að sitja einn í rólunni en fannst skemmtilegra að róla með mér því þá vorum við á almennilegum hraða :) Honum fannst rennibrautin allt í lagi, brosti aðeins en var ekki til í að renna án þess að ég héldi í hann. Við brugðum okkur líka á trampólínið, því miður enginn úti til að mynda okkur! Sumir hlógu mikið þá :D Svo fórum við inn og fengum síðdegishressingu en er kom að kvöldmat var minn orðinn þreyttur og pirraður og borðaði nær ekkert :( Hann sofnaði svo kl. 8 og mun örugglega verða svangur þegar kemur að morgunmatnum!

Friday, July 25, 2008



Klifrað á Triptrap stólnum :)



Á ekki að fara að gefa manni að borða??



Að borða köku í Grasagarðinum

Heitur dagur í Grasagarðinum

Ég náði í gæjann, mömmu hans og systur í Mosó og við fórum á smá rúnt í góða veðrinu. Við stoppuðum fyrst í Garðheimum þar sem Steingrímur sat þægur í innkaupakerrunni og skemmti sér vel á útisvæðinu. Svo stoppuðum við aðeins í Elliðaárdal til að leyfa systur hans að skoða kanínur sem hoppa þar um villtar. Loks fórum við niður í Laugardal og röltum inn á Café Floru í Grasagarðinum. Steingrímur var svo duglegur að hann labbaði alveg frá bílastæðinu og að kaffihúsinu án þess að blása úr nös! Við nutum þess svo að borða gómsætar kökur í 22 stiga hita ! Dásamlegt veður. Steingrími fannst súkkulaði/kókoskakan mín alveg rosa góð og togaði skeiðina til sín aftur og aftur :D Þegar hann var búinn að fá nægju sína stakk hann af og var systir hans í því að elta hann um nágrennið :D Svo kvöddum við fjölskylduna og skruppum í Bónus að kaupa Ribena. Þar var stráksi heppinn, verið að kynna nýtt krakkaskyr og hann fékk að prófa allar bragðtegundirnar. Þegar heim kom labbaði hann einn upp stigann að íbúðinni og stormaði svo beint inn í eldhús :) Hann borðaði ágætlega af kvöldmatnum en lystin var kannski minni eftir nartið um daginn :) Kl. 8 steinsofnaði hann næstum um leið og hann var lagður á koddann, þreyttur eftir miklar göngur !