Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, July 26, 2008

Chillað í garðinum

Steingrímur svaf eins og engill og vaknaði ekki fyrr en klukkan rúmlega hálf sjö. Hann var í fínu skapi og vildi strax fara á röltið. Hann borðaði tvo diska af hafragraut í morgunmat og var þá kominn með orku til að brölta um allan morguninn. Hann borðaði vel í hádeginu, ýsa með kartöflum hvað annað ? Eftir hádegið fórum við út í garð og eyddum eftirmiðdeginum þar. Steingrímur labbaði út um allt, yfir sand, gras og stétt. Hann prófaði að sitja einn í rólunni en fannst skemmtilegra að róla með mér því þá vorum við á almennilegum hraða :) Honum fannst rennibrautin allt í lagi, brosti aðeins en var ekki til í að renna án þess að ég héldi í hann. Við brugðum okkur líka á trampólínið, því miður enginn úti til að mynda okkur! Sumir hlógu mikið þá :D Svo fórum við inn og fengum síðdegishressingu en er kom að kvöldmat var minn orðinn þreyttur og pirraður og borðaði nær ekkert :( Hann sofnaði svo kl. 8 og mun örugglega verða svangur þegar kemur að morgunmatnum!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home