Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, July 25, 2008

Heitur dagur í Grasagarðinum

Ég náði í gæjann, mömmu hans og systur í Mosó og við fórum á smá rúnt í góða veðrinu. Við stoppuðum fyrst í Garðheimum þar sem Steingrímur sat þægur í innkaupakerrunni og skemmti sér vel á útisvæðinu. Svo stoppuðum við aðeins í Elliðaárdal til að leyfa systur hans að skoða kanínur sem hoppa þar um villtar. Loks fórum við niður í Laugardal og röltum inn á Café Floru í Grasagarðinum. Steingrímur var svo duglegur að hann labbaði alveg frá bílastæðinu og að kaffihúsinu án þess að blása úr nös! Við nutum þess svo að borða gómsætar kökur í 22 stiga hita ! Dásamlegt veður. Steingrími fannst súkkulaði/kókoskakan mín alveg rosa góð og togaði skeiðina til sín aftur og aftur :D Þegar hann var búinn að fá nægju sína stakk hann af og var systir hans í því að elta hann um nágrennið :D Svo kvöddum við fjölskylduna og skruppum í Bónus að kaupa Ribena. Þar var stráksi heppinn, verið að kynna nýtt krakkaskyr og hann fékk að prófa allar bragðtegundirnar. Þegar heim kom labbaði hann einn upp stigann að íbúðinni og stormaði svo beint inn í eldhús :) Hann borðaði ágætlega af kvöldmatnum en lystin var kannski minni eftir nartið um daginn :) Kl. 8 steinsofnaði hann næstum um leið og hann var lagður á koddann, þreyttur eftir miklar göngur !

0 Comments:

Post a Comment

<< Home