Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, December 21, 2008

Urr hvað eru þessar grindur að gera fyrir mér?


Enga púða í stólnum TAKK!



















Iðunn kom og kíkti á guttann


Geðveikt flottur gólfdúkur hjá Kötu :)


Skemmtilegur dagur með afmælisveislu :)

Steingrímur vaknaði kl. 6:45 og heimtaði strax að fara fram úr. Hann borðaði tvo diska af hafragraut og fór létt með það. Hann fór svo á röltið og var bara hress fram að hádegi. Hann var að vísu fúll út í púðana í sófanum og stólnum, lét þá fjúka í gólfið hvað eftir annað :) Þegar kom að matartíma fór minn að hrista stólinn - ég vil fá mat og ekkert múður!!!! Eftir hádegið höfðum við það gott, svo kl. 15:30 fórum við í afmæli til Iðunnar, dóttur hennar Kötu vinkonu. Steingrímur skoðaði sig um þar, límdi sig nokkrum sinnum við sjónvarpið en eyddi mestum tíma inni í eldhúsi en þar er gólfdúkur með spennandi mynstri :) Stuðningsmamman skoðaði hinsvegar kanínurnar á heimilinu :) Herrann fékk súkkulaðiköku og fannst það hreint ekki slæmt :) Við héldum svo heim upp úr sex og fengum okkur kvöldmat. Ekki þarf að spyrja að því að hann borðaði vel. Hefur slegið öll met þessa helgi. Hann var svo alveg búinn á því eftir langan dag og steinsofnaði klukkan hálf átta :)

Saturday, December 20, 2008

Steingrímur dillar sér


Merkileg svefnstelling

Ooooo mig langar svo úúút!


Chillað í eldhúsinu, Freyja vill vera með


Hér reyndi vongóð Freyja að fá Steingrím til að klappa sér


Bláa baðherbergið hennar Steinku er æði :D





Stundum er gott að kúra í byrjun dagsins


Fínn dagur :)

Litli gaur vaknaði hress klukkan sjö og borðaði vel af morgunmatnum. Svo fór hann á röltið, var ekki á því að láta stoppa sig - ýtti mér bara burt ef ég var í vegi fyrir honum :D Þegar kom að hádegismatnum var minn orðinn óþolinmóður. Ég var að stappa kartöflurnar þegar ég heyri hljóð, þá er minn bara að kippa dúknum af borðinu og ávaxtaskálin flaug í gólfið og í þúsund mola! Eplin skoppuðu út um allt en ungi maðurinn stóð grafkyrr og horfði ákveðinn á mig - matinn núna!! Enda borðaði hann vel! Eftir hádegið skruppum við í smá verslunarleiðangur. Við stoppuðum líka hjá Stígamótum og skoðuðum töskusöluna þeirra. Steingrímur reyndi stöðugt að sleppa í stigann en brattir stigar í gömlum húsum eru ekki fyrir unga menn! Eftir verslunarbröltið fórum við til Steinku systur. Steinka var að baka, rosa gaman :D Sumir vildu vera sem mest inni í bílskúr eða inni á bláa baðherberginu. Þegar Gummi opnaði svo út í garð kom hann brunandi en lagði ekki alveg í að fara út, skalf aðeins af kulda í dyrunum. Svo var farið heim á leið. Þegar maturinn var kominn á borðið hringdi síminn. Það voru stóra systir og mamma sem voru að hringja en sumum fannst nóg komið af blaðri, gaf frá sér reiðimurr og teygði út hendurnar eftir matnum! Strax var farið að moka og þá þagnaði murrið samstundis :D Ákveðinn ungur maður !!! Eftir matinn fór ég að færa til sófana til að geta ryksugað bak við þá. Tveir aðilar litu á þetta sem tilboð um að fara inn á svæðið. Ég þurfti því að henda kanínu og strák í burtu nokkrum sinnum til að ná að ryksuga í friði :D Klukkan rúmlega átta fór herrann í rúmið en var í góðum gír til kl. hálf 9. Sefur núna sætt og rótt :)

Friday, December 19, 2008

Hress lítill jólastrákur :)

Þegar ég kom að sækja gaurinn var hann orðinn leiður á jólakaffinu í leikskólanum og á leið út. Ætlaði í bílinn hjá pabba og mömmu, var afar fúll þegar hann fékk það ekki :) Mamma varð að bera hann í bílinn til mín :) Þegar heim kom fór hann beint í eldhúsið eins og venjulega og svo á röltið. Fór að baðinu og stoppaði lengi í dyrunum, greinilegt að honum fannst það eitthvað öðruvísi :D Hann var bara í góðum gír, kúrði sig á stólunum og á teppinu. Hann borðaði mjög vel af kvöldmatnum og var bara hinn ánægðasti með allt. Þegar skipt var í illa lyktandi bleyju setti hann bara hendur fyrir aftan höfuð og slappaði af :D Gaurinn örmagnaðist svo kortér í 8 og sefur sætt og rótt í rúminu :D Því miður dó batteríið í myndavélinni og ég er enn að leita hvar ég setti það eftir Boston, svo pabbi og mamma fá fleiri myndir á morgun.