Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, December 13, 2009

Kökuboð með látum

Herrann vaknaði kl. 7 og var frekar pirraður þar til hann fékk morgunmatinn. Fór svo beina leið undir hornborðið og hreyfði sig ekki þaðan fyrr en rétt fyrir 11. Við borðuðum hádegismat og svo fór ég að baka fyrir aðventuboðið sem ég hafði kl. 3. Stelpurnar mættu 3 með börn með svo það var handagangur í öskjunni og talsverð læti. Steingrímur var ekki alveg nógu ánægður með það og lét það berlega í ljós. Það lagaðist hinsvegar þegar honum voru boðnar 2 sneiðar af fínu nýbökuðu súkkulaðikökunni minni :D Hann varð samt dálítið pirraður eftir að hafa setið með mér í sófanum um stund, og ég fór með hann fram og ætlaði að bjóða honum að slappa af inni í herbergi í næði. Þegar við komum fram sá hann stelpurnar hennar Sifjar sitjandi á mottunni HANS og hann varð alveg brjálaður ! Stoppaði, kreppti hendurnar, titraði og rak upp öskur !! Hann jafnaði sig fljótt inni í herbergi en notaði fyrsta mögulega tækifæri til að fara fram og leggjast á mottuna þegar krakkarnir voru farnir inn :) Hann var svo hress fram að kvöldmatnum og skemmti sér við að henda lokinu af þvottakörfunni, skella hurðinni hennar Hildu og færa til hornborðið :) Hann var orðinn ansi syfjaður eftir matinn og sofnaði tuttugu mínútur í 8.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home