Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, January 31, 2009


Horft út um stofugluggann hjá Steinku

Steingrímur og Steinka að spjalla við Freyju







Steingrímur að bisast við að fara erfiðu leiðina fram hjá stólnum

Sjónvarp skal maður horfa á...NÁLÆGT




Steingrímur og Doddi

Nývaknaður í stofunni


Sumum finnst súkkulaðikaka góð :)

Steingrímur vaknaði rétt fyrir kl. 7 og var eiturhress. Borðaði vel af morgunmatnum og fór svo og beið eftir morgunsjónvarpi barnanna inni í stofu. Hlustaði á útvarpið alveg heillaður um stund en hafði svo ekkert gaman af barnaefninu. Kristín Anna og Doddi sonur hennar komu svo í heimsókn og voru með veitingar með sér. Steingrímur vildi ekkert fá sér en brunaði um allt meðan þau voru þarna. Hann sækir sérstaklega í að vera við eldhúsvaskinn og horfa upp í gluggann. Hann borðaði svo mjög vel af hádegismatnum sem var grjónagrautur og lifrarpylsa. Við slöppuðum svo af eftir hádegið og í eftirmiðdaginn fórum við og heimsóttum Steinku. Freyja tók vel á móti okkur eins og venjulega, sleikti hendur og andlit litla guttans! Steinka bauð upp á franska súkkulaðiköku og var guttinn ekki óánægður með það :) Borðaði hana með bestu lyst :D Við fórum svo heim og borðuðum kvöldmat. Herrann var nú frekar lystarlaus og borðaði frekar lítið. Ég bauð honum svo að velja milli Svala og Kókómjólkur, bað hann að setja hendina á það sem hann vildi. Eftir nokkra einbeitingu setti hann hendina á Kókómjólkina :) Svo eftir matinn labbaði hann sjálfur inn og stillti sér upp við rúmið. Hann var því settur í náttföt og tannburstaður, síðan lagður í rúmið rétt um átta. Spjallið í rúminu þagnaði um kortér yfir :)

Friday, January 30, 2009


Sætur í nýju náttfötunum



Á rölti í svefnherberginu

Teppið er alltaf í jafn miklu uppáhaldi


Það var staðið lengi lengi og spáð í klósettið


Duglegur lítill strákur með skoðun á hlutunum :)

Þegar ég mætti á leikskólann að sækja Steingrím fékk ég strax að heyra hversu duglegur hann er orðinn í verkefnahringnum sem hann fer í daglega. Honum finnst svo gaman að sulla að fötin hans urðu blaut og hann varð að skipta :D Mamma hans kom með töskuna og urðu þar fagnaðarfundir. Mamma fékk að leiða prinsinn út í bíl, svo rændi ég honum :) Við fórum svo að versla í Hagkaup. Við hittum eina fóstruna af leikskólanum fyrir utan og það var greinilegt að Steingrími fannst skrítið að hitta hana þarna. Hann fékk koss á kinnina frá henni og varð við það ansi sposkur á svipinn. Svo fórum við að versla og Steingrímur varð kátur þegar kókómjólkurkippu var bætt í körfuna. Fékk að halda aðeins á henni og fylgdist vel með að hún yrði örugglega sett í körfuna. Við fórum svo og skoðuðum Barbapapa diska og ég bað Steingrím að velja hvort hann vildi disk með Barbavænum eða Barbaþór. Herrann leit á diskana og lagði svo hendina á diskinn með Barbavænum :) Vel valið, Barbavænn er svo mikið krútt :) Þegar heim kom brunaði gæinn beint inn í eldhús að venju og hallaði sér brosandi upp að eldhúsborðinu :) Hann brá sér svo inn í stofu og hreinsaði púðana úr stólnum og sófunum :) Svo var farið inn á klósett og þar stóð hann leeeengi og skoðaði klósettið sjálft :) Þegar hann fór að tromma á barminn og beygja sig aðeins niður greip ég inn í, óttaðist að einhverjum langaði að sulla ! Hann var á rölti inni í svefnherbergi þegar ég sagði við hann að fara fram í eldhús því nú ætluðum við að borða. Og já, minn bara brunaði beint fram í eldhús! Er maður duglegur eða hvað? Hann borðaði ekki mikið en drakk vel. Eftir matinn var guttinn þrifinn hátt og lágt og settur í ný náttföt. Þau eru aðeins of stór en hei, þessi gaur er að stækka ! Klukkan átta var hann lagður í rúmið. Hann brölti aðeins um til klukkan hálf níu en sofnaði svo sætt og vært :)