Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Saturday, January 31, 2009

Sumum finnst súkkulaðikaka góð :)

Steingrímur vaknaði rétt fyrir kl. 7 og var eiturhress. Borðaði vel af morgunmatnum og fór svo og beið eftir morgunsjónvarpi barnanna inni í stofu. Hlustaði á útvarpið alveg heillaður um stund en hafði svo ekkert gaman af barnaefninu. Kristín Anna og Doddi sonur hennar komu svo í heimsókn og voru með veitingar með sér. Steingrímur vildi ekkert fá sér en brunaði um allt meðan þau voru þarna. Hann sækir sérstaklega í að vera við eldhúsvaskinn og horfa upp í gluggann. Hann borðaði svo mjög vel af hádegismatnum sem var grjónagrautur og lifrarpylsa. Við slöppuðum svo af eftir hádegið og í eftirmiðdaginn fórum við og heimsóttum Steinku. Freyja tók vel á móti okkur eins og venjulega, sleikti hendur og andlit litla guttans! Steinka bauð upp á franska súkkulaðiköku og var guttinn ekki óánægður með það :) Borðaði hana með bestu lyst :D Við fórum svo heim og borðuðum kvöldmat. Herrann var nú frekar lystarlaus og borðaði frekar lítið. Ég bauð honum svo að velja milli Svala og Kókómjólkur, bað hann að setja hendina á það sem hann vildi. Eftir nokkra einbeitingu setti hann hendina á Kókómjólkina :) Svo eftir matinn labbaði hann sjálfur inn og stillti sér upp við rúmið. Hann var því settur í náttföt og tannburstaður, síðan lagður í rúmið rétt um átta. Spjallið í rúminu þagnaði um kortér yfir :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home