Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Friday, January 30, 2009

Duglegur lítill strákur með skoðun á hlutunum :)

Þegar ég mætti á leikskólann að sækja Steingrím fékk ég strax að heyra hversu duglegur hann er orðinn í verkefnahringnum sem hann fer í daglega. Honum finnst svo gaman að sulla að fötin hans urðu blaut og hann varð að skipta :D Mamma hans kom með töskuna og urðu þar fagnaðarfundir. Mamma fékk að leiða prinsinn út í bíl, svo rændi ég honum :) Við fórum svo að versla í Hagkaup. Við hittum eina fóstruna af leikskólanum fyrir utan og það var greinilegt að Steingrími fannst skrítið að hitta hana þarna. Hann fékk koss á kinnina frá henni og varð við það ansi sposkur á svipinn. Svo fórum við að versla og Steingrímur varð kátur þegar kókómjólkurkippu var bætt í körfuna. Fékk að halda aðeins á henni og fylgdist vel með að hún yrði örugglega sett í körfuna. Við fórum svo og skoðuðum Barbapapa diska og ég bað Steingrím að velja hvort hann vildi disk með Barbavænum eða Barbaþór. Herrann leit á diskana og lagði svo hendina á diskinn með Barbavænum :) Vel valið, Barbavænn er svo mikið krútt :) Þegar heim kom brunaði gæinn beint inn í eldhús að venju og hallaði sér brosandi upp að eldhúsborðinu :) Hann brá sér svo inn í stofu og hreinsaði púðana úr stólnum og sófunum :) Svo var farið inn á klósett og þar stóð hann leeeengi og skoðaði klósettið sjálft :) Þegar hann fór að tromma á barminn og beygja sig aðeins niður greip ég inn í, óttaðist að einhverjum langaði að sulla ! Hann var á rölti inni í svefnherbergi þegar ég sagði við hann að fara fram í eldhús því nú ætluðum við að borða. Og já, minn bara brunaði beint fram í eldhús! Er maður duglegur eða hvað? Hann borðaði ekki mikið en drakk vel. Eftir matinn var guttinn þrifinn hátt og lágt og settur í ný náttföt. Þau eru aðeins of stór en hei, þessi gaur er að stækka ! Klukkan átta var hann lagður í rúmið. Hann brölti aðeins um til klukkan hálf níu en sofnaði svo sætt og vært :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home