Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, September 23, 2007


Í könnunarleiðangri í öllu draslinu !

Hressari mús

Jæja, lilli klifurmús svaf eins og steinn alla nóttina en hann vaknaði frekar úrillur. Hann hætti að borða morgunmatinn í miðju kafi, sló skeiðina í burtu og grét! Hann jafnaði sig svo og var frekar hress fram að hádeginu. Skældi aðeins fyrir matinn en borðaði mjög vel og drakk safa með. Eftir hádegi kom Magnea vinkona í heimsókn með dóttur sína og svo fórum við saman í IKEA. Steingrímur sat hinn rólegasti í kerrunni og skoðaði umhverfið. Við stoppuðum í kaffiteríunni og keyptum gulrótarköku. Því var afar vel tekið :-) Þegar ég gleymdi mér aðeins við að blaðra við Magneu var gripið í hendina á mér svo ég myndi halda áfram að moka. Svo greip hann sjálfur diskinn og ætlaði að taka málið í sínar hendur :) Þegar heim kom fór hann á röltið en varð svo vælinn og sofnaði rétt rúmlega hálf sex. Hann hrökk upp illa um hálftíma síðar. Hann var úrillur og skældi fram að mat og borðaði ekki vel. Sofnaði svo aftur rétt um kl. 9 og sefur nú sætt. Því miður fann ég ekki hleðslutækið fyrir myndavélina og hef því aðeins eina mynd að pósta. Lofa meiru næst !

Saturday, September 22, 2007



Örmagna eftir erfiðan dag !

Skælidagur !

Þetta var ekki góður dagur hjá litlum karli. Hann vaknaði hress og hámaði í sig morgunmat. Var alveg botnlaus, 2 diskar af graut og banani ! En fljótlega fór hann að væla og um tíuleytið var hann að reka upp grátöskur. Hann hresstist þó við þegar ég kom með hádegismatinn. Hann borðaði næstum heilan bakka af Gríms plokkfisk og það eru heil 400g í pakkanum ! Eftir matinn var hann mjög vælinn og grét sig loks í svefn um hálf tvö. Hann hrökk upp um 10 mín síðar, háskælandi. Hann skældi svo þar til við skruppum í flísaleitarleiðangur með Svanhildi systur. Hann skældi pínu í annarri flísabúðinni. Þegar við skruppum svo aðeins inn í Elko fékk hann alveg nóg og fór Svanhildur með hann í bílinn meðan ég borgaði. Svo fórum við heim en þá tóku við miklar skælur. Þegar kom að kvöldmatnum tókst mér að gabba í hann disk af fersku ravioli pasta en það kostaði samt að setja hverja skeið tvisvar í munninn. Hann fór því til allrar lukku að sofa saddur. Hann skældi til kl. 19:40, þá sofnaði hann örmagna. Vegna skælanna varð lítið um myndatökur í dag, læt fylgja með eina af sofandi prins. Vona að hann verði hressari á morgun !

Friday, September 21, 2007


Verið að skoða matarborðið


Mikið um að vera !


Chillað heima hjá Ellu

Lítil skælimús !

Ég mætti um 4 að sækja krílið á leikskólann og mætti þá móðurinni sem hjálpaði mér með dótið út í bíl. Sumir urðu kátir að sjá hana og fóru beint í fangið á henni :) Við fórum svo heim og slöppuðum af þar til tími var kominn til að bruna til Keflavíkur í matarboð. Steingrímur var hinn hressasti á leiðinni, hló þegar Gunna var að leika við hann og var í góðu skapi. Hann fór um allt hús hjá Ellu og skoðaði, skreið inn í herbergi krakkanna og labbaði með mér um allt. Þegar kom að kvöldmatnum fór að síga á ógæfuhliðina. Hann fór að gráta og gráta og vildi ekki hætta. Hann fékk magamixtúru og loks verkjalyf, en það var ekki fyrr en eftir klukkutíma að hann sofnaði, örmagna. Aumingja karlinn ! Hann borðaði því lítinn kvöldmat, en mér hafði tekist að gabba í hann einn banana áður en við lögðum af stað og hann fékk jógúrt með lyfjunum svo það var þó eitthvað :( Hann svaf hinsvegar eins og engill, vaknaði ekki þegar við fórum heim og ekki þegar hann var settur inn í rúm ! Sefur enn ljúft og rótt og verður vonandi með góða matarlyst á morgun ! Ég keypti plokkfisk handa honum :)