Steingrímur Páll

Síða um sætan gæja :-

Sunday, April 26, 2009

Búðarráp og afslöppun

Herrann var sóttur í Mosó upp úr hádeginu og við skelltum okkur í Smáralindina. Þar fékk minn maður hressingu að borða og kókómjólk, sem var auðvitað vinsælt. Við skoðuðum í búðir með Sif og unga manninum fannst ljósin og birtan í Smáralindinni alveg æðislega skemmtileg. Mikið hlegið :) Hann var svo duglegur að labba með mér Smáralindina á enda til að finna kerru til að keyra hann í :) Svo fórum við heim og chilluðum fram að kvöldmat. Herrann hámaði í sig fullan disk af fisk og kartöflum og renndi niður abt mjólk í eftirmat :) Hann var orðinn svo þreyttur að hann sofnaði mjög fljótlega eftir matinn, kl. hálf átta var minn búinn. Því miður fyrir pabba og mömmu er einhver error á minniskortinu í myndavélinni svo ég náði ekki út myndum :( Bæti úr því síðar.

Thursday, April 23, 2009

Stuð hjá ömmu að hnoðast með pabba









Gaman hjá Steinku














Við Kleifarvatn var gaman














Í eldhúsinu hjá Steinku









Ferð að skoða vetrarblóm og matarboð

Gæinn vaknaði ekki fyrr en 20 mínútur yfir átta! Jahérna :) Hann var í dúndurstuði í morgun, entist með mér að horfa á teiknimynd í smá stund og brunaði um alla íbúð. Hann borðaði vel af grjónagraut með lifrarpylsu í hádeginu. Svo skelltum við okkur til Steinku systur og fórum með henni upp að Kleifarvatni að kíkja á vetrarblómin. Við fundum fullt af vetrarblómum og Steingrímur fékk að prófa að labba á strönd Kleifarvatns. Honum fannst það bara gaman. Svo fórum við út á Álftanes og skoðuðum stóra hópa af margæsum. Eftir það fórum við til Steinku og hámuðum í okkur brauð og súkkulaðiköku. Litla fannst kakan hreint ekki slæm :) Svo var haldið í matarboð til ömmu stráksa og þar var öll fjölskyldan hans samankomin. Mamma og pabbi fengu knús og herrann skemmti sér konunglega þegar pabbi var að djöflast í honum :) Hann var ekki til í að borða með okkur en þegar haldið var heim á eftir fékk hann sér þorsk með sætum kartöflum og þykkmjólk í eftirmat. Síðan var gæinn þrifinn og tannburstaður og sofnaði nær strax og hann var lagður á koddann. Þreyttur eftir góðan dag :)

Wednesday, April 22, 2009


Maður er svo sætur þegar maður sefur !

Alvarlegur á mottu



Hann klifraði upp á borð til að nudda vörunum við körfuna :)

Duglegur hjólakarl :)

Þegar ég mætti að sækja herrann minn á leikskólann var mér sagt að hann væri að hjóla inni í fatahengi. Þegar ég kom þangað var minn á fullri ferð, hjólandi eins og herforingi :D Hann meira að segja bakkaði fyrir mig :) Ég settist við hjólið og spurði hvort við ættum að fara, þá stoppaði hann og þegar ég losaði hann fór hann strax með mér að bekknum til að fara í skó :) Við skruppum svo í Bónus og hittum þar Möggu systur og Sigga manninn hennar. Alltaf stuð að hitta fólk í Bónus :) Svo var haldið heim og minn fór að skoða þvottavélina sem stendur úti á gólfi í eldhúsinu (eftir skyndilegt andlát). Hann var svo í góðu skapi að chilla fram að mat og borðaði svo að venju alveg rosalega vel. Hann fékk auðvitað plokkfisk og kláraði næstum heilan bakka (400g!!). Svo var tölt um til átta, þá fór þreyttur snáði í rúmið og sofnaði vært :)